Norsku leið Símans lokað 22. desember 2004 00:01 Síminn á ekki lengur greiða leið að neti Og Vodafone í gegnum Noreg, segir Eva Magnúsdóttir upplýsingafulltrúi Símans. Pétur Pétursson, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá Og Vodafone, samsinnir því. Hann segir flutningsleið símtala til landsins takmarkaða og því hafi leiðinni verið lokað: "Þegar aðgerðir Landssímans eru farnar að koma niður á okkar viðskiptavinum bregðumst við við með því að loka fyrir símtöl sem fara þessa leið. Það er áfram opið fyrir símtöl viðskiptavina Landssímans sem fara hefðbundna leið. Það er beint á milli fyrirtækjanna." Síminn hafði nýtt aðgang norska fyrirtækisins Telenor að neti Og Vodafone. Segir Eva það hafa verið gert til að ná fram sparnaði en einnig til að sýna þá stöðu sem sé á fjarskiptamarkaði, að Síminn greiði hærra heildsöluverð að netinu en erlend fjarskiptafyrirtæki. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir Póst- og fjarskiptastofnun af ásettu ráði hafa ákveðið að hlutast ekki til um heildsöluverð Og Vodafone til Símans. Símanum hafi jafnframt verið gert að lækka sitt um fimmtán prósent. "Vegna forskots sem gömlu fjarskiptafélögin höfðu í upphafi fjarskiptaþjónustunnar er ekkert óeðlilegt að eftirlitsstofnanir gefi þeim sem koma nýir inn á markaðinn ákveðið ráðrúm til að vaxa og dafna. Annars næst ekki fram markmið fjarskiptalaga um að byggja upp samkeppni á markaðnum. Síminn ber jafnvel enn þann dag í dag ægishjálm yfir aðra á fjarskiptamarkaðinum. Gera þarf öðrum sterkum fjarskiptafyrirtækjum kleift að keppa við Símann." Hrafnkell segir löglegt að fyrirtæki skipti við millilið um aðgang að netum símafyrirtækja. Gæði símtalanna verði hins vegar oft verri. Það fari þó eftir því hvernig tengingin sé. Telenor sé þekkt af tiltölulega góðum gæðum. Hrafnkell segir geta staðist að einungis ákveðinn fjöldi símtala fari milli landa. Sé svö sé það ákvörðun Og Vodafone: "Tæknileg ákvörðun, sem þeir geta hugsanlega fallið frá ef þeir hafa áhuga." Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Síminn á ekki lengur greiða leið að neti Og Vodafone í gegnum Noreg, segir Eva Magnúsdóttir upplýsingafulltrúi Símans. Pétur Pétursson, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá Og Vodafone, samsinnir því. Hann segir flutningsleið símtala til landsins takmarkaða og því hafi leiðinni verið lokað: "Þegar aðgerðir Landssímans eru farnar að koma niður á okkar viðskiptavinum bregðumst við við með því að loka fyrir símtöl sem fara þessa leið. Það er áfram opið fyrir símtöl viðskiptavina Landssímans sem fara hefðbundna leið. Það er beint á milli fyrirtækjanna." Síminn hafði nýtt aðgang norska fyrirtækisins Telenor að neti Og Vodafone. Segir Eva það hafa verið gert til að ná fram sparnaði en einnig til að sýna þá stöðu sem sé á fjarskiptamarkaði, að Síminn greiði hærra heildsöluverð að netinu en erlend fjarskiptafyrirtæki. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir Póst- og fjarskiptastofnun af ásettu ráði hafa ákveðið að hlutast ekki til um heildsöluverð Og Vodafone til Símans. Símanum hafi jafnframt verið gert að lækka sitt um fimmtán prósent. "Vegna forskots sem gömlu fjarskiptafélögin höfðu í upphafi fjarskiptaþjónustunnar er ekkert óeðlilegt að eftirlitsstofnanir gefi þeim sem koma nýir inn á markaðinn ákveðið ráðrúm til að vaxa og dafna. Annars næst ekki fram markmið fjarskiptalaga um að byggja upp samkeppni á markaðnum. Síminn ber jafnvel enn þann dag í dag ægishjálm yfir aðra á fjarskiptamarkaðinum. Gera þarf öðrum sterkum fjarskiptafyrirtækjum kleift að keppa við Símann." Hrafnkell segir löglegt að fyrirtæki skipti við millilið um aðgang að netum símafyrirtækja. Gæði símtalanna verði hins vegar oft verri. Það fari þó eftir því hvernig tengingin sé. Telenor sé þekkt af tiltölulega góðum gæðum. Hrafnkell segir geta staðist að einungis ákveðinn fjöldi símtala fari milli landa. Sé svö sé það ákvörðun Og Vodafone: "Tæknileg ákvörðun, sem þeir geta hugsanlega fallið frá ef þeir hafa áhuga."
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira