Innlent

Gripnir við að flagga

Dalvísk ungmenni skemmtu sér við það aðfaranótt sunnudags að flagga á frumlegan hátt í bænum. Að sögn lögreglu í bænum tóku nokkrir piltar upp á því að taka niður fána fyrir utan verslunina á staðnum. Fánunum flögguðu þeir svo fyrir utan bensínstöðina í bænum, auk þess sem þeir skutu upp ýmsum fánum við ráðhúsið. Lögreglan á Dalvík greip piltana við iðju sína og var þeim gert að laga til eftir sig, sem þeir lofuðu lögreglu skilmerkilega að gera. Engum fregnum fer þó af efndum piltanna, en lögregla gerði fastlega ráð fyrir að þeir stæðu við orð sín.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×