Sýna íslensku með hreim þolinmæði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. apríl 2025 14:05 Háskólafélag Suðurlands, Fræðslunet Suðurlands og menningar- og upplýsingadeild Árborgar hafa tekið höndum saman og standa fyrir átakinu „Gefum íslensku séns.”. Hér eru þær frá vinstri, Helga Kristín, Sandra og Esther Erla með plaggötu verkefnisins. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Gefum íslensku séns“er yfirskrift á átaki, sem Sveitarfélagið Árborg, Háskólafélag Suðurlands og Fræðslunet Suðurland hafa hleypt af stokkunum. Tilgangur átaksins er meðal annars að lofa að tala íslensku við fólk af erlendum uppruna, sem er að læra eða æfa sig í íslensku. Átakið hófst formlega fimmtudaginn 3. apríl en það og nær það til fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka og íbúa Sveitarfélagsins Árborgar. Grunnstefið í áktainu „Gefumíslensku séns” er að hvetja Íslendinga til að tala íslensku við fólk af erlendum uppruna en skipta ekki strax yfir í ensku. Átakinu er einnig ætlað að varpa ljósi á þá staðreynd að allir geta lagt sitt af mörkum við að hjálpa fólki að læra málið. Sandra D. Sigurðardóttir hjá Fræðslunetinu, Esther Erla Jónsdóttir hjá Árborg og Helga Kristín Sæbjörnsdóttir hjá Háskólafélagi Suðurlands vita allt um „Gefum íslensku séns“. „Þetta gengur fyrst og fremst út á það að leyfa íbúum af erlendum uppruna að reyna sig áfram í íslensku án þess að þau séu dæmd fyrir frammistöðu sína þannig að Íslendingar séu líka að gefa þeim smá tækifæri til þess að standa sig og tala,“ segir Helga og Sandra bætir við. „Við erum ekki bara að hjálpa fólki, sem er að læra íslensku að æfa sig í að tala því við erum líka að hjálpa Íslendingum að æfa sig að hlusta á íslenskuna með hreim og hlusta á íslensku, sem er allskonar og þess vegna þurfum við að gefa íslenskunni sjéns.“ Kynningarfundur verkefnisins fór fram fimmtudaginn 3. apríl og um leið hófst það formlega. Markmiðið er að gera Árborg að íslenskuvænu samfélagi enda samfélagið orðið afar fjölbreytilegt og mikilvægt að íslenskan endurspegli þann raunveruleika. Magnús Hlynur Hreiðarsson Verkefnið „Gefum íslensku séns“ varð til hjá Háskólasetri Vestfjarða og hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar, bæði innan lands og utan. Þessi sunnlenska útgáfa er unnin með samþykki og velvild Vestfirðinganna. En hvað eru margir íbúar í Árborg af erlendum uppruna, er það vitað? „Um það bil 30 prósent og í sveitarfélaginu eru töluð um 38 tungumál,“ segir Esther Erla. Hér má sjá næstu viðburði verkefnisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Átakið hófst formlega fimmtudaginn 3. apríl en það og nær það til fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka og íbúa Sveitarfélagsins Árborgar. Grunnstefið í áktainu „Gefumíslensku séns” er að hvetja Íslendinga til að tala íslensku við fólk af erlendum uppruna en skipta ekki strax yfir í ensku. Átakinu er einnig ætlað að varpa ljósi á þá staðreynd að allir geta lagt sitt af mörkum við að hjálpa fólki að læra málið. Sandra D. Sigurðardóttir hjá Fræðslunetinu, Esther Erla Jónsdóttir hjá Árborg og Helga Kristín Sæbjörnsdóttir hjá Háskólafélagi Suðurlands vita allt um „Gefum íslensku séns“. „Þetta gengur fyrst og fremst út á það að leyfa íbúum af erlendum uppruna að reyna sig áfram í íslensku án þess að þau séu dæmd fyrir frammistöðu sína þannig að Íslendingar séu líka að gefa þeim smá tækifæri til þess að standa sig og tala,“ segir Helga og Sandra bætir við. „Við erum ekki bara að hjálpa fólki, sem er að læra íslensku að æfa sig í að tala því við erum líka að hjálpa Íslendingum að æfa sig að hlusta á íslenskuna með hreim og hlusta á íslensku, sem er allskonar og þess vegna þurfum við að gefa íslenskunni sjéns.“ Kynningarfundur verkefnisins fór fram fimmtudaginn 3. apríl og um leið hófst það formlega. Markmiðið er að gera Árborg að íslenskuvænu samfélagi enda samfélagið orðið afar fjölbreytilegt og mikilvægt að íslenskan endurspegli þann raunveruleika. Magnús Hlynur Hreiðarsson Verkefnið „Gefum íslensku séns“ varð til hjá Háskólasetri Vestfjarða og hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar, bæði innan lands og utan. Þessi sunnlenska útgáfa er unnin með samþykki og velvild Vestfirðinganna. En hvað eru margir íbúar í Árborg af erlendum uppruna, er það vitað? „Um það bil 30 prósent og í sveitarfélaginu eru töluð um 38 tungumál,“ segir Esther Erla. Hér má sjá næstu viðburði verkefnisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira