Vill halda í bjartsýnina 14. nóvember 2004 00:01 Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, er ekki úrkula vonar um að kennarar og sveitarfélög nái að semja um kaup og kjör. Samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi á laugardag kemur gerðardómur saman laugardaginn 20. nóvember. Ná kennarar og sveitarfélög saman áður en gerðardómur tekur til starfa? Það ætla ég rétt að vona. Við höfum þessa daga og ef við notum þá vel er allt mögulegt. Við sögðum við löggjafann: Tíminn sem ætlaður var í frumvarpinu var að okkar mati óþarflega langur. Hann var styttur niður í þetta og það gæti auðvitað verið vísbending um hvort heldur sem væri. Kjarasamningar hafa stundum leyst á skemmri tíma en þessum dögum. En það þarf tvo til að leysa deiluna. Hvað þýðir það? Það þýðir að kennarar verða þá að endurskoða sína afstöðu. Sérðu fyrir þér að friður náist í skólastarfinu sem heldur til framtíðar? Ég hef sagt það áður og get sagt enn, að það að setja lög á kjaradeilu er ekki góð lausn. Við eigum þess vegna, kennarar og sveitarfélög, eftir að leysa okkar mál í raun og það vorkenni ég okkur ekki. Getur verið, í ljósi þess að réttur til náms er bundinn í lög, að sveitarfélögin hafi brugðist í að halda úti eðlilegu skólahaldi? Það voru náttúrlega ekki sveitarfélögin sem boðuðu til verkfalls. Það voru heldur ekki sveitarfélögin sem greiddu atkvæði á móti miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Það þarf tvo til að semja og hvorki hægt að einfalda hlutina svo fyrir einum eða neinum að bara annar aðilinn hafi valdið því að samningar hafi ekki náðst. Það er líka misskilningur að menn hafi ekki, á þessum langa tíma sem samningar voru lausir áður en að verkfalli kom, verið í alvöru samtölum og alvöru vinnu. Ég leyfi mér að fullyrða að svo hafi verið. Finnur launanefndin fyrir miklum þrýstingi utan úr samfélaginu? Sú staðreynd að lögin voru sett tryggir að börnin fara inn í skólana og þessari þungu byrði er af okkur öllum létt. Eftir stendur auðvitað þessi vandi okkar að leiða mál til lykta. Í mínum huga má þannig skipta þessari lagasetningu í tvennt. Hún tryggir að börnin koma í skólann og býr til aðstæður fyrir okkur að ná saman. Ef það gengur ekki er þarna gerðardómurinn og við verðum bara að vona að hann fjalli þá um málið af sanngirni, bæði við sveitarfélögin og kennara. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, er ekki úrkula vonar um að kennarar og sveitarfélög nái að semja um kaup og kjör. Samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi á laugardag kemur gerðardómur saman laugardaginn 20. nóvember. Ná kennarar og sveitarfélög saman áður en gerðardómur tekur til starfa? Það ætla ég rétt að vona. Við höfum þessa daga og ef við notum þá vel er allt mögulegt. Við sögðum við löggjafann: Tíminn sem ætlaður var í frumvarpinu var að okkar mati óþarflega langur. Hann var styttur niður í þetta og það gæti auðvitað verið vísbending um hvort heldur sem væri. Kjarasamningar hafa stundum leyst á skemmri tíma en þessum dögum. En það þarf tvo til að leysa deiluna. Hvað þýðir það? Það þýðir að kennarar verða þá að endurskoða sína afstöðu. Sérðu fyrir þér að friður náist í skólastarfinu sem heldur til framtíðar? Ég hef sagt það áður og get sagt enn, að það að setja lög á kjaradeilu er ekki góð lausn. Við eigum þess vegna, kennarar og sveitarfélög, eftir að leysa okkar mál í raun og það vorkenni ég okkur ekki. Getur verið, í ljósi þess að réttur til náms er bundinn í lög, að sveitarfélögin hafi brugðist í að halda úti eðlilegu skólahaldi? Það voru náttúrlega ekki sveitarfélögin sem boðuðu til verkfalls. Það voru heldur ekki sveitarfélögin sem greiddu atkvæði á móti miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Það þarf tvo til að semja og hvorki hægt að einfalda hlutina svo fyrir einum eða neinum að bara annar aðilinn hafi valdið því að samningar hafi ekki náðst. Það er líka misskilningur að menn hafi ekki, á þessum langa tíma sem samningar voru lausir áður en að verkfalli kom, verið í alvöru samtölum og alvöru vinnu. Ég leyfi mér að fullyrða að svo hafi verið. Finnur launanefndin fyrir miklum þrýstingi utan úr samfélaginu? Sú staðreynd að lögin voru sett tryggir að börnin fara inn í skólana og þessari þungu byrði er af okkur öllum létt. Eftir stendur auðvitað þessi vandi okkar að leiða mál til lykta. Í mínum huga má þannig skipta þessari lagasetningu í tvennt. Hún tryggir að börnin koma í skólann og býr til aðstæður fyrir okkur að ná saman. Ef það gengur ekki er þarna gerðardómurinn og við verðum bara að vona að hann fjalli þá um málið af sanngirni, bæði við sveitarfélögin og kennara.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira