Menning

Skyndibitamatur ávanabindandi

Bandarískir vísindamenn hafa nú leitt í ljós að skyndimatur geti verið jafn ávanabindandi og heróin. Vísindamennirnir komust að því að fólk getur orðið allt of háð sykri og fitu í skyndimat. Þessi rannsókn gæti útskýrt offituvandamálið sem herjar á heiminn þessa dagana. Þeir sem háðir eru skyndimat og hætta skyndilega að borða hann fá fráhvarfseinkenni líkt og fólk sem háð er níkótíni eða fíkniefnum. Þessi rannsókn hefur sætt ýmiss konar gagnrýni og margir vísindamenn halda því fram fólk geti ekki orðið háð mat heldur hafi það bara gaman af því að troða sig fullt af óhollustu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.