Hver sem er getur grillað fisk 18. júní 2004 00:01 "Það er yfir höfuð dauðaeinfalt að grilla. Aðalatriðið er bara að hafa góðan félagsskap," segir Kristófer Ásmundsson, matreiðslumaður á matsölustaðnum og fiskversluninni Gallerý fiski. "Áhugi fyrir grillun á fisk hefur aukist mjög mikið og færist grilltíminn alltaf framar og framar á almanakinu. Fyrir um tíu árum byrjaði fólk að kaupa grillfisk í júlí en nú í dag kaupir fólk grillfisk í stórum stíl strax um miðjan maí," segir Kristófer. Klassískir fiskar til að grilla eru lúða, skötuselur og lax en einnig hefur Gallerý fiskur verið að kynna fólk fyrir hlýra, löngu og blálöngu á grillið. "Nú er fólk búið að grilla yfir sig af kjöti og hefur því öðlast traust við grillmennskuna. Nú þorir fólk að prófa meira og eftir því sem það grillar oftar eykst færnin. Þá er fólk tilbúið að færa sig yfir í viðkvæmara grillfæði og leikur sér líka með grænmeti á grillinu," segir Kristófer og heldur að ein af ástæðum aukinna vinsælda grillfisks sé að heilsubylgjan hafi tekið allt með trompi. "Áhrif bylgjunnar sem Gaui litli kom af stað með því að stíga á vigtina gætir ennþá." Að sögn Kristófers getur samt hver sem er grillað fisk. "Mikilvægast er að hafa grindina hreina, olíuborna og vel heita. Áður en fisknum er skellt á grillið er örlítilli olíu bætt á hann líka. Byrjað er að grilla á góðum hita en síðan er lækkað undir. Varminn er þá kominn í grindina þannig að hún brennur frá fisknum. Þá losnar hann frá grindinni og hægt er að snúa fisknum við. Þá er fiskurinn orðinn mjög fallegur og fínar rendur á honum," segir Kristófer, sem leggur áherslu á það að aðeins á að grilla fisk einu sinni á hvorri hlið. "Fyrir þá sem eru alveg að byrja er gott að nota álbakka eða hamborgaraklemmu og skella fisknum í bakka eða klemmu á sjóðandi heitt grillið í svona eina til tvær mínútur og snúa svo. Það er alveg sáraeinfalt. Svo getur fólk prófað sig áfram með eitt og eitt stykki. Þá er gott að nota frekar stinnan fisk eins og lúðu, lax, skötusel, keilu eða steinbít," segir Kristófer og bætir við að hægt sé að grilla allt - nema kannski hrísgrjón. "Ég nota allt grænmeti, bæði eitt og sér og á teini, og baka líka kartöflur og hita þær á grillinu. Síðan er gott að hafa ferskt salat og einhverja góða kalda sósu með. Kosturinn við grillmeðlæti er að hægt er að laga það nokkru áður en gestirnir koma þannig að það er allt tilbúið." segir Kristófer að lokum. Matur Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
"Það er yfir höfuð dauðaeinfalt að grilla. Aðalatriðið er bara að hafa góðan félagsskap," segir Kristófer Ásmundsson, matreiðslumaður á matsölustaðnum og fiskversluninni Gallerý fiski. "Áhugi fyrir grillun á fisk hefur aukist mjög mikið og færist grilltíminn alltaf framar og framar á almanakinu. Fyrir um tíu árum byrjaði fólk að kaupa grillfisk í júlí en nú í dag kaupir fólk grillfisk í stórum stíl strax um miðjan maí," segir Kristófer. Klassískir fiskar til að grilla eru lúða, skötuselur og lax en einnig hefur Gallerý fiskur verið að kynna fólk fyrir hlýra, löngu og blálöngu á grillið. "Nú er fólk búið að grilla yfir sig af kjöti og hefur því öðlast traust við grillmennskuna. Nú þorir fólk að prófa meira og eftir því sem það grillar oftar eykst færnin. Þá er fólk tilbúið að færa sig yfir í viðkvæmara grillfæði og leikur sér líka með grænmeti á grillinu," segir Kristófer og heldur að ein af ástæðum aukinna vinsælda grillfisks sé að heilsubylgjan hafi tekið allt með trompi. "Áhrif bylgjunnar sem Gaui litli kom af stað með því að stíga á vigtina gætir ennþá." Að sögn Kristófers getur samt hver sem er grillað fisk. "Mikilvægast er að hafa grindina hreina, olíuborna og vel heita. Áður en fisknum er skellt á grillið er örlítilli olíu bætt á hann líka. Byrjað er að grilla á góðum hita en síðan er lækkað undir. Varminn er þá kominn í grindina þannig að hún brennur frá fisknum. Þá losnar hann frá grindinni og hægt er að snúa fisknum við. Þá er fiskurinn orðinn mjög fallegur og fínar rendur á honum," segir Kristófer, sem leggur áherslu á það að aðeins á að grilla fisk einu sinni á hvorri hlið. "Fyrir þá sem eru alveg að byrja er gott að nota álbakka eða hamborgaraklemmu og skella fisknum í bakka eða klemmu á sjóðandi heitt grillið í svona eina til tvær mínútur og snúa svo. Það er alveg sáraeinfalt. Svo getur fólk prófað sig áfram með eitt og eitt stykki. Þá er gott að nota frekar stinnan fisk eins og lúðu, lax, skötusel, keilu eða steinbít," segir Kristófer og bætir við að hægt sé að grilla allt - nema kannski hrísgrjón. "Ég nota allt grænmeti, bæði eitt og sér og á teini, og baka líka kartöflur og hita þær á grillinu. Síðan er gott að hafa ferskt salat og einhverja góða kalda sósu með. Kosturinn við grillmeðlæti er að hægt er að laga það nokkru áður en gestirnir koma þannig að það er allt tilbúið." segir Kristófer að lokum.
Matur Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira