Mun færri kjósa utan kjörfundar 18. júní 2004 00:01 Mun færri hafa nýtt sér þann rétt að greiða atkvæði utan kjörfundar, nú þegar átta dagar eru í forsetakosningar, en fyrir forsetakosningarnar árið 1996. Í Reykjavík eru þeir um helmingi færri en norðanmenn eru á svipuðu róli og fyrir síðustu kosningar. Kjósanda sem ekki getur kosið í forsetakosningunum á kjördag, þann 26. júní, er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá hjá sýslumönnum og hreppstjórum um land allt. Í stærsta sýslumannsumdæminu, Reykjavík, hafa 1134 greitt atkvæði sem þykir lág tala þegar svo skammt er til kosninga. Heimingi fleiri höfðu skilað inn atvkæði átta dögum fyrir síðustu Alþingis- og forsetakosningar. Sömu sögu er að segja af fjölda atkvæða sem hafa borist til sýslumannsins í Keflavík. Þau eru 83 en voru 198 þegar átta dagar voru til forsetakosninga árið 1996. Ekki er vitað hvort um er að kenna áhugaleysi eða seinangang kjósenda í Reykjavík og Keflavík eða hvort tölurnar gefi vísbendingar um að fleiri ætli að láta undir höfuð leggjast að greiða atkvæði í kosningunum nú. Sýslumaðurinn Akureyri hefur þó fengið 201 atkvæði í hús eða álíka mörg og fyrir síðustu kosningar. Þeir sem staddir eru erlendis geta greitt atkvæði á skrifstofu sendiráðs eða fastanefndar hjá alþjóðastofnunum. Áhafnir eða farþegar, um borð í íslenskum skipum á siglingum erlendis eða á fjarlægum miðum, mega kjósa um borð í þeim. Skipstjóri eða sá sem hann tilnefnir er þá kjörstjóri. Þeir sem eru til meðferðar á sjúkrahúsi eða eru vistmenn á dvalaheimilum er heimilt að greiða atkvæði á stofnunni og kjósandi sem ekki getur sótt kjörfund á kjördag vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi. Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Mun færri hafa nýtt sér þann rétt að greiða atkvæði utan kjörfundar, nú þegar átta dagar eru í forsetakosningar, en fyrir forsetakosningarnar árið 1996. Í Reykjavík eru þeir um helmingi færri en norðanmenn eru á svipuðu róli og fyrir síðustu kosningar. Kjósanda sem ekki getur kosið í forsetakosningunum á kjördag, þann 26. júní, er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá hjá sýslumönnum og hreppstjórum um land allt. Í stærsta sýslumannsumdæminu, Reykjavík, hafa 1134 greitt atkvæði sem þykir lág tala þegar svo skammt er til kosninga. Heimingi fleiri höfðu skilað inn atvkæði átta dögum fyrir síðustu Alþingis- og forsetakosningar. Sömu sögu er að segja af fjölda atkvæða sem hafa borist til sýslumannsins í Keflavík. Þau eru 83 en voru 198 þegar átta dagar voru til forsetakosninga árið 1996. Ekki er vitað hvort um er að kenna áhugaleysi eða seinangang kjósenda í Reykjavík og Keflavík eða hvort tölurnar gefi vísbendingar um að fleiri ætli að láta undir höfuð leggjast að greiða atkvæði í kosningunum nú. Sýslumaðurinn Akureyri hefur þó fengið 201 atkvæði í hús eða álíka mörg og fyrir síðustu kosningar. Þeir sem staddir eru erlendis geta greitt atkvæði á skrifstofu sendiráðs eða fastanefndar hjá alþjóðastofnunum. Áhafnir eða farþegar, um borð í íslenskum skipum á siglingum erlendis eða á fjarlægum miðum, mega kjósa um borð í þeim. Skipstjóri eða sá sem hann tilnefnir er þá kjörstjóri. Þeir sem eru til meðferðar á sjúkrahúsi eða eru vistmenn á dvalaheimilum er heimilt að greiða atkvæði á stofnunni og kjósandi sem ekki getur sótt kjörfund á kjördag vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi.
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira