Menning

Henta vel fyrir hestamenn

Mikil sala er um þessar mundir á jörðum og landskikum, að sögn Viggós Sigurðssonar hjá fasteignasölunni Akkurat. Er salan ekki síst tengd hestamennsku. Landsmót hestamanna hefur enn kynt undir þá hreyfingu. "Það er mikið um að hestamenn í öllum flokkum og af ýmsu þjóðerni séu að fjárfesta þetta frá 20 hekturum og upp úr," segir hann.

Nú er verið að skipuleggja hestamannabyggð á jörðinni Forsæti í Vestur-Landeyjum þar sem menn geta keypt jarðarskika með aðgangi að reiðvöllum og ýmiss konar aðstöðu. Gert er ráð fyrir heilsárshúsum á skikunum. Þarna eru góðar reiðleiðir, hvort sem um er að ræða dagsferðir eða lengri túra. Reiðvellirnir eru löglegir fyrir íþrótta- og gæðingakeppnir og einnig er þarna 450 metra skeiðbraut sem nýtist jafnframt til kynbótasýninga. "Fólk leggur inn umsóknir um þá stærð sem það vill, segir Viggó. "Þarna verður grafið og ræst fram eftir þörfum og lagðir vegir, vatn og rafmagn að hverri spildu. Jörðin er vel uppbyggð og grasgefin og hentar afar vel til hrossaræktar. Svo er uppbygging hennar og hönnun með tilliti til smölunar líka með því sem best gerist," segir Viggó og telur svæðið eiga eftir að verða paradís fyrir hestamenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.