Menning

Sundgleraugu með styrkleika

Þeir sem sjá illa geta núna séð fullkomlega vel í sundi því nú er komin á markað ný tegund sundgleraugna með styrkleika. Gleraugun eru til bæði fyrir nærsýna og fjærsýna og er hægt að velja á milli styrkleika allt frá mínus níu upp í plús fjóra. "Sundgleraugu með styrkleika hafa verið til síðan árið 2001 en í mjög litlu úrvali. Þetta er ný hönnun og eru gleraugun í alla staði mun nettari og þægilegri en þau gömlu. Sílíkonhringurinn á nýju gleraugunum er auk þess mun þéttari og leka þau því ekki," segir Pétur Christiansen, eigandi Gleraugnaverslunarinnar í Mjódd og Gleraugnaverslunar Suðurlands þar sem hægt er að fá sundgleraugun. Auk þess sem gleraugun eru að öllu leyti þægilegri og vatnsheldari en þau gömlu eru þau ódýrari og kosta aðeins um 3100 krónur. Sundgleraugun fást eingöngu fyrir fullorðna eins og er en fljótlega verður einnig hægt að fá sundgleraugun í barnastærðum í báðum verslunum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.