Menning

Fjöldi athyglisverða fyrirlestra

Dagana 16. og 17. september næstkomandi verður haldin ráðstefna um tóbaksvarnir á Hótel Örk í Hveragerði, LOFT 2004. Skráning stendur nú yfir á heimasíðu LOFTS, www.hnlfi.is/loft2004, en þar er einnig að finna dagskrá og aðrar upplýsingar um ráðstefnuna. Að sögn Höllu Guðmundsdóttur hjúkrunarfræðings er ráðstefnan í umsjón Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði og opin heilbrigðisstarfsfólki og öðrum áhugamönnum um tóbaksvarnir. "Fyrsta LOFT-ráðstefnan var haldin á Egilsstöðum árið 1998 að frumkvæði heilsugæslunnar þar og svo var önnur ráðstefnan haldin á Skútustöðum í Mývatnssveit árið 2003. Báðar þessar ráðstefnur tókust svo vel að ákveðið var að gera LOFT að föstum lið í tóbaksvarnarstarfi hér á landi." segir Halla. "Á ráðstefnunni í ár eru margir áhugaverðir fyrirlesarar, jafnt íslenskir sem erlendir. Við fáum til dæmis fyrirlestur starfsmanns í norska heilbrigðisráðuneytinu um hvernig algjört reykingabann var undirbúið í Noregi og hvernig því var fylgt eftir, sem er mjög áhugavert. Þá verður þarna fyrirlestur um munntóbaksnotkun og meðferðarúrræði fyrir þá sem vilja hætta að reykja, svo fátt eitt sé nefnt.". Ráðstefnugjald er 16.000 kr. en hækkar í 19.000 kr. ef skráning fer fram eftir 1. ágúst





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.