Barca enn á siglingu
![](https://www.visir.is/i/9E6C027BD2659C2692BBD2F2FA890EEF86EA5DBE10B55350CA2182D446F5B9C2_713x0.jpg)
Barcelona heldur sigurgöngu sinni áfram í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðið lagði Albacete að velli á útivelli 2-1 í gærkvöldi. Xavi skoraði sigurmarkið fimm mínútum fyrir leikslok. Asier Del Horno skoraði sigurmark Athletic Bilbao í 1-0 sigri á Atletico Madrid í gær. Barcelona hefur nú tólf stiga forystu í deildinni eru með 38 stig. Real Madrid og Espanyol koma næst með 26. Real Madrid mætir Real Sociedad á heimavelli í dag og hefst leikurinn klukkan sex og verður í beinni útsendingu á Sýn.