Nýir og gamlir hönnuði 14. október 2004 00:01 Fatahönnuðurinn Valentino kom, sá og sigraði á tískuvikunni í París sem lauk síðastliðinn þriðjudag og sýndi enn fremur af hverju hann er einn ástsælasti hönnuður heims. Konur um allan heim hylla Valentino þar sem hann hannar fáguð föt fyrir konur sem hugsa um útlitið. Næsta vor geta ástkonur Valentino klæðst fallegum fötum sem eru afskaplega kvenleg og getur hvaða Hollywood-stjarna sem er látið sjá sig í þeim. Valentino kynnti fyrstu fatalínuna sína árið 1962 og hefur síðan reynt að hlúa að sambandi sínu við kóngafólk, leikkonur og hvaða dömur sem eru mikið í sviðljósinu. Og Valentino er líka rausnarlegur þar sem hann býður þessum vinum sínum og kunningjum stundum í frí á snekkju sinni þar sem fræga fólkið fær frí frá aðgangshörðum ljósmyndurum. Þó að Valentino sé einn af þeim fremstu á sínu sviði vakti tískusýningin Rive Gauche frá Yves Saint Laurent mesta athygli. Þar var hönnuðurinn efnilegi Stefano Pilati að stíga sín fyrstu skref. Pilati var undirmaður Tom Ford hjá Yves Saint Laurent en þegar Ford hætti hjá fyrirtækinu tók Pilati við þó að margir frægir hönnuðir, eins og Alexander McQueen, hafi haft augastað á starfinu. Pilati er 38 ára og hefur nokkuð frjálsar hendur hjá Yves Saint Laurent, en herra Saint Laurent er oft talinn faðir nútímatísku. Pilati sýndi afskaplega kvenlega og klassíska tísku með ögrandi keim á tískuvikunni í París.Tískusýning Valentino vakti verðskuldaða lukku og skartaði mörgum af fallegustu fyrirsætum heims. FleiriMynd/APSítt pífupils og ögrandi toppur fyrir konurnar í lífi Valentino.Mynd/APTöff en jafnframt rómantískt pils með viðeigandi toppi.Mynd/APValentino hannar á hvaða týpur sem er eins og hér sést. Ögrandi kona sem lætur ekkert stöðva sig.Mynd/APHér leikur Valentino sér með efni og snið og skapar fallegt og kvenlegt útlit.Mynd/APFlott, sexí og kvenlegt hjá Pilati.Mynd/APHúðlitaður kjóll sem Pilati brýtur upp með töff belti.Mynd/APNútímakonan í nútímadragt frá Pilati.Mynd/AP Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Fatahönnuðurinn Valentino kom, sá og sigraði á tískuvikunni í París sem lauk síðastliðinn þriðjudag og sýndi enn fremur af hverju hann er einn ástsælasti hönnuður heims. Konur um allan heim hylla Valentino þar sem hann hannar fáguð föt fyrir konur sem hugsa um útlitið. Næsta vor geta ástkonur Valentino klæðst fallegum fötum sem eru afskaplega kvenleg og getur hvaða Hollywood-stjarna sem er látið sjá sig í þeim. Valentino kynnti fyrstu fatalínuna sína árið 1962 og hefur síðan reynt að hlúa að sambandi sínu við kóngafólk, leikkonur og hvaða dömur sem eru mikið í sviðljósinu. Og Valentino er líka rausnarlegur þar sem hann býður þessum vinum sínum og kunningjum stundum í frí á snekkju sinni þar sem fræga fólkið fær frí frá aðgangshörðum ljósmyndurum. Þó að Valentino sé einn af þeim fremstu á sínu sviði vakti tískusýningin Rive Gauche frá Yves Saint Laurent mesta athygli. Þar var hönnuðurinn efnilegi Stefano Pilati að stíga sín fyrstu skref. Pilati var undirmaður Tom Ford hjá Yves Saint Laurent en þegar Ford hætti hjá fyrirtækinu tók Pilati við þó að margir frægir hönnuðir, eins og Alexander McQueen, hafi haft augastað á starfinu. Pilati er 38 ára og hefur nokkuð frjálsar hendur hjá Yves Saint Laurent, en herra Saint Laurent er oft talinn faðir nútímatísku. Pilati sýndi afskaplega kvenlega og klassíska tísku með ögrandi keim á tískuvikunni í París.Tískusýning Valentino vakti verðskuldaða lukku og skartaði mörgum af fallegustu fyrirsætum heims. FleiriMynd/APSítt pífupils og ögrandi toppur fyrir konurnar í lífi Valentino.Mynd/APTöff en jafnframt rómantískt pils með viðeigandi toppi.Mynd/APValentino hannar á hvaða týpur sem er eins og hér sést. Ögrandi kona sem lætur ekkert stöðva sig.Mynd/APHér leikur Valentino sér með efni og snið og skapar fallegt og kvenlegt útlit.Mynd/APFlott, sexí og kvenlegt hjá Pilati.Mynd/APHúðlitaður kjóll sem Pilati brýtur upp með töff belti.Mynd/APNútímakonan í nútímadragt frá Pilati.Mynd/AP
Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira