Aðalréttur Ólympíufara 14. október 2004 00:01 Hér kemur uppskrift að aðalréttinum sem okkar snjalla landslið í matreiðslu mun bera fram á ólympíuleikum í matreiðslu sem framundan er í Erfurt í Þýskalandi. Uppskriftin er miðuð við fjóra í mat. Glóðaður hryggvöðvi með stökkri lambafitu og brauðteningum - lundir vafðar í parmaskinku með spínati og franskri gæsalifur, borið fram með kóngasveppum og lamba- jus. Smjöreldaðar kartöflur 4 bökunarkartöflur nokkur basillauf kalt smjör sjávarsalt Kartöflurnar eru stungnar út með hringformi, afskurðurinn er soðinn sér í saltvatni. Útstungnar kartöflur eru smjörsteiktar á pönnu og svo bætt við smá vatni, salti og pipar. Þá eru þær látnar malla í 10-15 mín. þar til þær eru meyrar í gegn. Afskurðurinn er marinn með gaffli ásamt nokkrum söxuðum basillaufum og smjöri. Kartöflunum raðað upp með maukinu efst, djúpsteiktir kartöfluþræðir ofan á ásamt djúpsteiktu basillaufi. Stökkir brauðteningar með lambafitu brauðteningar lambafita af hrygg skorin í teninga garðablóðberg 1 rif hvítlaukur (fínt saxaður) sjávarsalt Fitan er stökksteikt á pönnu með garðablóðbergi og hvítlauk, brauteningarnir svo steiktir stökkir upp úr fitunni, gefið ofan á eldaðan lambahryggvöðvann. Ofnbakaður lambahryggvöðvi 2 stórir lambahryggvöðvar salt og pipar hvítlaukur ólífuolía Lambahryggvöðvarnir eru brúnaðir á pönnu með hvítlauk, kryddaðir með salti og pipar. Því næst er skotið á kjötið í 150’C heitum ofni í 3-4 mín og það látið hvíla í 10 mín. Borið fram bleikt. Lambalundir rúllaðar upp í parmaskinku 4 lambalundir 100 g frönsk gæsalifur 100 g spínat Lambalundir eru lagðar á parmaskinkuna með spínati (sem er búið að setja í sjóðandi vatn og svo aftur kælt). Gæsalifrin er sett með og skinkan rúlluð upp, rúllan sett í plastfilmu og í sjóðandi vatn í 10 mín við 80’C, svo er hún kæld og borin volg með lambahryggvöðvanum. Lamba-jus blandaður grænmetisafskurður (gulrætur, laukur, hvítlaukur.) 200 ml Madeira-vín 500 ml lambasoð (1 l vatn og lambabein soðin í 1 klst. svo er vökvinn soðinn niður um helming.) 200 g kalt smjör Grænmetið er snöggsteikt á pönnu, víninu og soðinu bætt í, vökvinn er soðinn niður um helming. Í lokin er köldu smjöri hrært í og sósan bragðbætt með salti og pipar. Gott er að bera fram gulrætur, perlulauk og smjörsteikta kóngasveppi. Matur Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Hér kemur uppskrift að aðalréttinum sem okkar snjalla landslið í matreiðslu mun bera fram á ólympíuleikum í matreiðslu sem framundan er í Erfurt í Þýskalandi. Uppskriftin er miðuð við fjóra í mat. Glóðaður hryggvöðvi með stökkri lambafitu og brauðteningum - lundir vafðar í parmaskinku með spínati og franskri gæsalifur, borið fram með kóngasveppum og lamba- jus. Smjöreldaðar kartöflur 4 bökunarkartöflur nokkur basillauf kalt smjör sjávarsalt Kartöflurnar eru stungnar út með hringformi, afskurðurinn er soðinn sér í saltvatni. Útstungnar kartöflur eru smjörsteiktar á pönnu og svo bætt við smá vatni, salti og pipar. Þá eru þær látnar malla í 10-15 mín. þar til þær eru meyrar í gegn. Afskurðurinn er marinn með gaffli ásamt nokkrum söxuðum basillaufum og smjöri. Kartöflunum raðað upp með maukinu efst, djúpsteiktir kartöfluþræðir ofan á ásamt djúpsteiktu basillaufi. Stökkir brauðteningar með lambafitu brauðteningar lambafita af hrygg skorin í teninga garðablóðberg 1 rif hvítlaukur (fínt saxaður) sjávarsalt Fitan er stökksteikt á pönnu með garðablóðbergi og hvítlauk, brauteningarnir svo steiktir stökkir upp úr fitunni, gefið ofan á eldaðan lambahryggvöðvann. Ofnbakaður lambahryggvöðvi 2 stórir lambahryggvöðvar salt og pipar hvítlaukur ólífuolía Lambahryggvöðvarnir eru brúnaðir á pönnu með hvítlauk, kryddaðir með salti og pipar. Því næst er skotið á kjötið í 150’C heitum ofni í 3-4 mín og það látið hvíla í 10 mín. Borið fram bleikt. Lambalundir rúllaðar upp í parmaskinku 4 lambalundir 100 g frönsk gæsalifur 100 g spínat Lambalundir eru lagðar á parmaskinkuna með spínati (sem er búið að setja í sjóðandi vatn og svo aftur kælt). Gæsalifrin er sett með og skinkan rúlluð upp, rúllan sett í plastfilmu og í sjóðandi vatn í 10 mín við 80’C, svo er hún kæld og borin volg með lambahryggvöðvanum. Lamba-jus blandaður grænmetisafskurður (gulrætur, laukur, hvítlaukur.) 200 ml Madeira-vín 500 ml lambasoð (1 l vatn og lambabein soðin í 1 klst. svo er vökvinn soðinn niður um helming.) 200 g kalt smjör Grænmetið er snöggsteikt á pönnu, víninu og soðinu bætt í, vökvinn er soðinn niður um helming. Í lokin er köldu smjöri hrært í og sósan bragðbætt með salti og pipar. Gott er að bera fram gulrætur, perlulauk og smjörsteikta kóngasveppi.
Matur Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira