Viðskipti innlent

Tryggja sjálfstæði Skjás eins

Landssíminn styrkti stöðu sína í Íslenska sjónvarpsfélaginu til að tryggja áfram rekstur Skjás eins sem sjálfstæðrar sjónvarpsstöðvar samkvæmt tilkynningu frá félaginu til Kauphallarinnar. Þar segir einnig að fyrirtækið gæti þannig að aðgangi Landssímans að gæðaefni til að dreifa um fjarskiptakerfi Símans. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir Sjálfstæðisflokkinn sóa fé skattborgaranna til að ríkisvæða einkafyrirtæki og ná þannig undirtökum á fjölmiðlamarkaði. Stríðinu við Norðurljós sé haldið áfram. Fram kom í Morgunblaðinu í morgun að Landssíminn hefði tryggt sér meirihluta í fyrirtækinu eftir að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefði sýnt áhuga á að kaupa fjörutíu og sex prósent hlutafjár þess.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×