Innlent

Ríkissáttasemjari sleit fundinum

Ríkissáttasemjari sleit sáttafundi í kennaradeilunni fyrir um hálfri klukkustund og sendi deiluaðila heim. Hann hyggst ekki fá þá aftur til fundar fyrr en á miðvikudag. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir einfaldlega bera of mikið í milli. Aðspurður á hverju strandi segir hann einfaldlega vanta meiri peninga í tilboð samninganefndar sveitarfélaganna. Hann þorir ekki að spá fyrir um hversu lengi verkfallið geti varað.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×