Hr. Ibrahim og blóm Kóransins Egill Helgason skrifar 10. október 2004 00:01 Eric-Emmanuel Schmitt: Hr. Ibrahim og blóm Kóransins. Bjartur 2004. Í tísku eru litlar snotrar bækur sem láta eins og þær hafi að geyma mikla lífsvisku. Í hug kemur hinn ofurvinsæli Alkemisti eftir Coelho. Hr. Ibrahim og blóm Kóransins má örugglega setja í þessa deild - þetta er saga sem er einföld í stíl og framsetningu, en hún hefur að geyma ýmsar laglegar vangaveltur um umburðarlyndi, náungakærleik og tilgang jarðvistarinar. Bókinn er stutt og auðveld aflestrar, fjallar um indæl samskipti ráðvillts gyðingadrengs og smákaupmans sem er arabi. Maður kemst í gegnum hana á innan við klukkutíma - og hún skilur eftir notalega kennd fyrir svefninn. Annars hefur þessi bók nýlega verið kvikmynduð með gamla hjartaknúsarann Omar Sharif í aðalhlutverki - augu hans væntanlega rök sem aldrei fyrr. En hann er ábyggilega geðfelldur Hr. Ibrahim. Eric-Emmanuel Schmitt er franskur höfundur, skrifaði meðal annars leikritið vinsæla Abel Snorko býr einn sem Arnar Jónsson túlkaði svo ógleymanlega. Hr. Ibrahim og blóm Kóransins er þriðja bókin í þríleik sem á að fjalla um hlutverk trúarbragðanna í mannlegu samfélagi. Hinar bækurnar eru Óskar og bleikklædda konan og Milarepa. Þýðing Guðrúnar Vilmundardóttur er fín. Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fleiri fréttir Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Eric-Emmanuel Schmitt: Hr. Ibrahim og blóm Kóransins. Bjartur 2004. Í tísku eru litlar snotrar bækur sem láta eins og þær hafi að geyma mikla lífsvisku. Í hug kemur hinn ofurvinsæli Alkemisti eftir Coelho. Hr. Ibrahim og blóm Kóransins má örugglega setja í þessa deild - þetta er saga sem er einföld í stíl og framsetningu, en hún hefur að geyma ýmsar laglegar vangaveltur um umburðarlyndi, náungakærleik og tilgang jarðvistarinar. Bókinn er stutt og auðveld aflestrar, fjallar um indæl samskipti ráðvillts gyðingadrengs og smákaupmans sem er arabi. Maður kemst í gegnum hana á innan við klukkutíma - og hún skilur eftir notalega kennd fyrir svefninn. Annars hefur þessi bók nýlega verið kvikmynduð með gamla hjartaknúsarann Omar Sharif í aðalhlutverki - augu hans væntanlega rök sem aldrei fyrr. En hann er ábyggilega geðfelldur Hr. Ibrahim. Eric-Emmanuel Schmitt er franskur höfundur, skrifaði meðal annars leikritið vinsæla Abel Snorko býr einn sem Arnar Jónsson túlkaði svo ógleymanlega. Hr. Ibrahim og blóm Kóransins er þriðja bókin í þríleik sem á að fjalla um hlutverk trúarbragðanna í mannlegu samfélagi. Hinar bækurnar eru Óskar og bleikklædda konan og Milarepa. Þýðing Guðrúnar Vilmundardóttur er fín.
Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fleiri fréttir Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira