Fundur Framsóknarkvenna færður 21. ágúst 2004 00:01 Hópur Framsóknarkvenna ætlar að hittast og ráða ráðum sínum í hádeginu í dag vegna þeirrar ákvörðunar Halldórs Ásgrímssonar, formanns flokksins að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn.Upphaflega stóð til að halda fundinn í Iðnó, en eftir að Stöð 2 sagði frá fundinum í fréttum í gærkvöldi ákváðu konurnar að flytja fundinn til og vilja talsmenn þeirra ekki upplýsa hvar hann verður haldinn. Sigrún Jónsdóttir formaður Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis suður sagði í samtali við fréttastofu í morgun að til fundarins væru eingöngu boðaðar þær 40 konur sem hefðu ritað undir áskorun á þingflokk Framsóknar sem birtist í Fréttablaðinu í vikunni. Heimildir fréttastofu herma að upphaflega hafi staðið til að boða fleiri konur til fundarins. Sigrún vísar þessu á bug, en heimildarmenn fréttastofu staðhæfa engu að síður að slíkt hafi verið meiningin. Sigrún segir hins vegar að hádegisfundurinn sé nokkurs konar undirbúningur fyrir stórfund Framsóknarkvenna sem halda eigi á miðvikudagskvöld í húsakynnum Framsóknarflokksins á Hverfisgötu í Reykjavík. Mikil óánægja er á meðal kvenna og ungliða í flokknum með brottrekstur Sivjar úr ríkisstjórninni. Jafnréttisnefnd flokksins hefur harmað þessa ákvörðun og segir augljóst að þingflokkurinn hafi ekki haft jafnréttisáætlun Framsóknarflokksins að leiðarljósi og jafnframt brotið lög flokksins, en samkvæmt lögum Framsóknarflokksins skal leitast við að hafa hlut hvors kyns í trúnaðarstöðum fyrir flokkinn ekki minni en 40 prósent. Við brotthvarf Sivjar úr ríkisstjórn verður einungis ein Framsóknarkona ráðherra, sem jafngildir 20 prósentum af ráðherraliði flokksins. Jafnréttisnefndin bendir á að fyrir fjórum árum hafi hlutur Framsóknarkvenna í ríkisstjórn verið 50 prósent og að niðurstaða þingflokksins í fyrradag sé alvarlegt bakslag fyrir þá jafnréttisbaráttu sem háð hafi verið í Framsóknarflokknum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Hópur Framsóknarkvenna ætlar að hittast og ráða ráðum sínum í hádeginu í dag vegna þeirrar ákvörðunar Halldórs Ásgrímssonar, formanns flokksins að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn.Upphaflega stóð til að halda fundinn í Iðnó, en eftir að Stöð 2 sagði frá fundinum í fréttum í gærkvöldi ákváðu konurnar að flytja fundinn til og vilja talsmenn þeirra ekki upplýsa hvar hann verður haldinn. Sigrún Jónsdóttir formaður Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis suður sagði í samtali við fréttastofu í morgun að til fundarins væru eingöngu boðaðar þær 40 konur sem hefðu ritað undir áskorun á þingflokk Framsóknar sem birtist í Fréttablaðinu í vikunni. Heimildir fréttastofu herma að upphaflega hafi staðið til að boða fleiri konur til fundarins. Sigrún vísar þessu á bug, en heimildarmenn fréttastofu staðhæfa engu að síður að slíkt hafi verið meiningin. Sigrún segir hins vegar að hádegisfundurinn sé nokkurs konar undirbúningur fyrir stórfund Framsóknarkvenna sem halda eigi á miðvikudagskvöld í húsakynnum Framsóknarflokksins á Hverfisgötu í Reykjavík. Mikil óánægja er á meðal kvenna og ungliða í flokknum með brottrekstur Sivjar úr ríkisstjórninni. Jafnréttisnefnd flokksins hefur harmað þessa ákvörðun og segir augljóst að þingflokkurinn hafi ekki haft jafnréttisáætlun Framsóknarflokksins að leiðarljósi og jafnframt brotið lög flokksins, en samkvæmt lögum Framsóknarflokksins skal leitast við að hafa hlut hvors kyns í trúnaðarstöðum fyrir flokkinn ekki minni en 40 prósent. Við brotthvarf Sivjar úr ríkisstjórn verður einungis ein Framsóknarkona ráðherra, sem jafngildir 20 prósentum af ráðherraliði flokksins. Jafnréttisnefndin bendir á að fyrir fjórum árum hafi hlutur Framsóknarkvenna í ríkisstjórn verið 50 prósent og að niðurstaða þingflokksins í fyrradag sé alvarlegt bakslag fyrir þá jafnréttisbaráttu sem háð hafi verið í Framsóknarflokknum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira