Ætla að grípa til aðgerða 21. ágúst 2004 00:01 Framsóknarkonur eru staðráðnar í að grípa til aðgerða vegna óánægju með þingflokk Framsóknarflokksins. Þær felast meðal annars í því að seilast til aukinna áhrifa í flokknum. Talsmaður þeirra segir yfirlýsingu formanns flokksins um breytingar á ríkisstjórninni eftir tvö ár innihaldslitla og vera eins og stormur í vatnsglasi. Hátt í 40 óánægðar Framsóknarkonur hittust í hádeginu í dag til að ræða hvernig bregðast skuli við þeirri ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar og þingflokks Framsóknarflokksins að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn. Þær segja megna óánægju með þessa ákvörðun og að hún sé ekki einskorðuð við þennan hóp og ekki við konur. Unnur Stefánsdóttir, fyrrverandi formaður Landssambands Framsóknarkvenna, segir miklar aðgerðir á döfinni. Hún segir að á fundi Framsóknarkvenna í aðalstöðvum flokksins í Reykjavík verði tekin ákvörðun um til hvaða aðgerða verði gripið. Hún segir fréttir berast af því að fólk vilji ganga úr flokknum vegna óánægju. Hún mælist hins vegar til þess að fólk geri það ekki. Helst vilji hún fleiri í flokkinn til að koma á betra lýðræði flokknum. Unnur segir að á meðal þess sem rætt hafi verið sé að koma fleiri konum inn í áhrifastöður í flokknum á næsta Landsþingi. Þá velti þær fyrir sér að bjóða Halldóri Ásgrímssyni að velja sér einn stuðningsaðila úr hópnum til að verða sinn ráðgjafi. Framsóknarfélaögin úr Reykjavíkurkjördæmi norður sendu í dag frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýsa yfir fullum stuðningi við ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar svo og fullum stuðningi við þingmann sinn og ráðherra Árna Magnússon. Óánægðar Framsóknarkonur gefa ekki mikið fyrir þessa yfirlýsingu. Unnur segir Reykjavík norður vera einsleitan hóp, þar hafi verið stillt upp á lista fyrir síðustu kosningar með karlmenn í þremur efstu sætum. Halldór Ásgrímsson, boðaði frekari breytingar á ríkisstjórn eftir tvö ár. Unni finnst ekki mikið til þessarar yfirlýsingar formannsins koma. Hún segir hana storm í vatnsglasi. Skynsamlegra hefði verið að segja ekkert eða þá að segja bara nákvæmlega hvað hann ætli sér að gera. Það sé ekki taktískt að segja að eitthvað eigi að gerast eftir tvö ár. Unnur segir marga halda að í þessari yfirlýsingu hafi falist nokkurs konar ógnun. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Framsóknarkonur eru staðráðnar í að grípa til aðgerða vegna óánægju með þingflokk Framsóknarflokksins. Þær felast meðal annars í því að seilast til aukinna áhrifa í flokknum. Talsmaður þeirra segir yfirlýsingu formanns flokksins um breytingar á ríkisstjórninni eftir tvö ár innihaldslitla og vera eins og stormur í vatnsglasi. Hátt í 40 óánægðar Framsóknarkonur hittust í hádeginu í dag til að ræða hvernig bregðast skuli við þeirri ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar og þingflokks Framsóknarflokksins að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn. Þær segja megna óánægju með þessa ákvörðun og að hún sé ekki einskorðuð við þennan hóp og ekki við konur. Unnur Stefánsdóttir, fyrrverandi formaður Landssambands Framsóknarkvenna, segir miklar aðgerðir á döfinni. Hún segir að á fundi Framsóknarkvenna í aðalstöðvum flokksins í Reykjavík verði tekin ákvörðun um til hvaða aðgerða verði gripið. Hún segir fréttir berast af því að fólk vilji ganga úr flokknum vegna óánægju. Hún mælist hins vegar til þess að fólk geri það ekki. Helst vilji hún fleiri í flokkinn til að koma á betra lýðræði flokknum. Unnur segir að á meðal þess sem rætt hafi verið sé að koma fleiri konum inn í áhrifastöður í flokknum á næsta Landsþingi. Þá velti þær fyrir sér að bjóða Halldóri Ásgrímssyni að velja sér einn stuðningsaðila úr hópnum til að verða sinn ráðgjafi. Framsóknarfélaögin úr Reykjavíkurkjördæmi norður sendu í dag frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýsa yfir fullum stuðningi við ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar svo og fullum stuðningi við þingmann sinn og ráðherra Árna Magnússon. Óánægðar Framsóknarkonur gefa ekki mikið fyrir þessa yfirlýsingu. Unnur segir Reykjavík norður vera einsleitan hóp, þar hafi verið stillt upp á lista fyrir síðustu kosningar með karlmenn í þremur efstu sætum. Halldór Ásgrímsson, boðaði frekari breytingar á ríkisstjórn eftir tvö ár. Unni finnst ekki mikið til þessarar yfirlýsingar formannsins koma. Hún segir hana storm í vatnsglasi. Skynsamlegra hefði verið að segja ekkert eða þá að segja bara nákvæmlega hvað hann ætli sér að gera. Það sé ekki taktískt að segja að eitthvað eigi að gerast eftir tvö ár. Unnur segir marga halda að í þessari yfirlýsingu hafi falist nokkurs konar ógnun.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira