Með pabba í vinnunni 7. október 2004 00:01 Víða má sjá foreldra taka börn sín á grunnskólaaldri með í vinnuna. Þorvaldur Þorvaldsson bílstjóri hjá Sendibílastöðinni er einn þeirra. Átta ára dóttir hans Saga Rut fer með þegar hún óskar. Þorvaldur beygir reglur Sendibílastöðvarinnar sem kveða á um að farþegar séu ekki með á vinnutímanum: "Það bitnar á vinnunni að hafa börnin með. Hún verður líka stundum þreytt á að sitja í bílnum allan daginn," segir Þorvaldur. Auðsótt mál sé þó að hún fljóti með. Saga Rut saknar skólans. Hún segir gaman að þvælast með pabba sínum. Hún hafi þó ekki fengið nein laun. Hún er nú minnt á annað: "Já, ég fékk einu sinni fimm hundruð kall. Það var út af því að ég var í sundi." Þorvaldur segir að miðað við þeytinginn á dótturinni milli sín, móður hennar og móðursystur megi verkfall kennara ekki standa deginum lengur. Vandi þeirra sé þó smár sé horft til fjölskyldna fatlaðra barna: "Sárt er að hugsa til einhverfra barna sem tapa niður færni í verkfallinu sem þau hafa verið að byggja upp." Hann vill sjá fleiri undanþágur veittar svo börnin skaðist ekki af verkfalli kennara. Þorvaldur sér áhrif verkfallsins víða: "Ég fer í bakarí í morgnana og keyri bakkelsi í skólana á hverjum degi þrátt fyrir kennaraverkfall. Í spjalli við fólkið sem þar vinnur heyrir maður að það er orðið þreytt á að hanga alla daga," segir Þorvaldur. Hann sjái einnig verkfallið bitna á námsgetu Sögu. Móðursystir hennar hafi sett henni ásamt dóttur sinni fyrir. Þær hafi setið við í tíu mínútur en þá gefist upp. Þær þurfi einkunnir og aðra endurgjöf fyrir störf sín. Saga vill sjá kennara fá hærri laun. "Þá er betra að vinna og svona með okkur krökkunum." Spurð hvað hún vilji síðar starfa við svarar hún: "Kennari, af því að þeir kenna börnum." Hún segir ekki koma til greina að feta í fótspor pabba síns og gerast bílstjóri. Ástæðan: "Bara." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Víða má sjá foreldra taka börn sín á grunnskólaaldri með í vinnuna. Þorvaldur Þorvaldsson bílstjóri hjá Sendibílastöðinni er einn þeirra. Átta ára dóttir hans Saga Rut fer með þegar hún óskar. Þorvaldur beygir reglur Sendibílastöðvarinnar sem kveða á um að farþegar séu ekki með á vinnutímanum: "Það bitnar á vinnunni að hafa börnin með. Hún verður líka stundum þreytt á að sitja í bílnum allan daginn," segir Þorvaldur. Auðsótt mál sé þó að hún fljóti með. Saga Rut saknar skólans. Hún segir gaman að þvælast með pabba sínum. Hún hafi þó ekki fengið nein laun. Hún er nú minnt á annað: "Já, ég fékk einu sinni fimm hundruð kall. Það var út af því að ég var í sundi." Þorvaldur segir að miðað við þeytinginn á dótturinni milli sín, móður hennar og móðursystur megi verkfall kennara ekki standa deginum lengur. Vandi þeirra sé þó smár sé horft til fjölskyldna fatlaðra barna: "Sárt er að hugsa til einhverfra barna sem tapa niður færni í verkfallinu sem þau hafa verið að byggja upp." Hann vill sjá fleiri undanþágur veittar svo börnin skaðist ekki af verkfalli kennara. Þorvaldur sér áhrif verkfallsins víða: "Ég fer í bakarí í morgnana og keyri bakkelsi í skólana á hverjum degi þrátt fyrir kennaraverkfall. Í spjalli við fólkið sem þar vinnur heyrir maður að það er orðið þreytt á að hanga alla daga," segir Þorvaldur. Hann sjái einnig verkfallið bitna á námsgetu Sögu. Móðursystir hennar hafi sett henni ásamt dóttur sinni fyrir. Þær hafi setið við í tíu mínútur en þá gefist upp. Þær þurfi einkunnir og aðra endurgjöf fyrir störf sín. Saga vill sjá kennara fá hærri laun. "Þá er betra að vinna og svona með okkur krökkunum." Spurð hvað hún vilji síðar starfa við svarar hún: "Kennari, af því að þeir kenna börnum." Hún segir ekki koma til greina að feta í fótspor pabba síns og gerast bílstjóri. Ástæðan: "Bara."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira