Bíó og sjónvarp

Sopranós stal senunni

Sopranós-fjölskyldan hreinlega stal senunni á Emmy-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi og nótt, eins og áhorfendur Stöðvar 2 urðu vitni að, því þættirnir fengu fern verðlaun, þar á meðal sem besti dramaþátturinn. Þáttaröðin Englar í Ameríku var valin besta þáttaröðin, besta gamanþáttaröðin var Arrested Development, besti leikari í dramaþætti var James Spader í The Practice og Kelsey Grammer og David Hyde Pierce fengu verðlaun fyrir besta gamanleik í síðustu þáttaröðinni um geðlækninn Frasier.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.