Innlent

Fundið að ársreikningnum

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur skrifað Mosfellsbæ bréf eftir athugun á ársreikningi síðasta árs. Mosfellsbær er eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem fékk bréf samkvæmt Mosfellsfréttum. Nefndin telur áhyggjuefni að skuldir bæjarfélagsins aukist enn og að eigin fjárhlutfall hafi lækkað úr rúmum fimmtán prósentum í fjórtán á milli ára. Í árslok 2003 námu skuldir og skuldbindingar rúmri hálfri milljón á hvern íbúa og peningaleg staða var neikvæð um 379 þúsund krónur á íbúa. Til samanburðar er peningaleg staða neikvæð um 174 þúsund krónur á íbúa að meðaltali í sveitarfélögum með yfir 5000 íbúa. Myndin er af húsi bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×