Erlent

Saddam biður vægðar

Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, er þjakaður af þunglyndi og hefur beðið íröksku bráðabirgðastjórnina vægðar. Þetta kemur fram í viðtali við forsætisráðherra Íraks sem birtist í arabísku dagblaði í dag. Hann segir Saddam, sem borinn er sökum um þjóðarmorð og stríðsglæpi, halda því fram að hafa einungis haft velferð þjóðar sinnar í huga þau 24 ár sem hann var við völd í landinu. Þrátt fyrir beiðni Saddams verður það dómstóla að ákveða örlög hans, ekki íröksku stjórnarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×