Fáum ekki aðstoð verkfallssjóðs 20. september 2004 00:01 Systurnar, Júlíana Ósk og Guðmunda Guðmundsdætur, segja barnapössun vegna kennaraverkfallsins bjargast fyrstu dagana en málið farið virkilega að vandast ef teygist á verfallinu. Sjötugur faðir systranna, Guðmundur Árni Bjarnason, ætlar að gæta fjögurra barnabarna sinna í verkfallinu en fyrir passar hann yngsta barnabarnið. Systurnar skiptust á að fara í vinnu í gær þar sem faðir þeirra fór vestur í réttir með gömlum vini. "Hann ætlaði ekki að fara í réttirnar af því hann væri að passa. En hann fer svo sjaldan eitthvað að ég tók það ekki í mál og við systurnar hjálpuðumst að í gær," segir Júlíana. En faðir hennar passar jafnan yngsta barnið á móti eiginmanni hennar sem er í vaktavinnu. Guðmunda vann fyrri part dagsins í gær en kom síðan og tók við af Júlíönu um eittleytið svo hún kæmist til vinnu . Júlíana á alls fjögur börn og þar af eru tvö á skólaaldri, sjö og níu ára. Dóttir Guðmundu var að byrja í skóla í haust og á hún annað barn á leikskólaaldri. Júlíana vinnur á lítilli bókhaldsskrifstofu og segist mæta skilningi hjá yfirmanni sínum sem er giftur kennara. Þannig hafi hún oft þann kost að hliðra til vinnutímanum og vinna jafnvel eitthvað á kvöldin. "Það er engin leið fyrir mig að missa marga daga úr vinnu því rekstur heimilisins er háður tekjunum. Það eru engir verfallssjóðir sem styðja við bakið á mér eða minni fjölskyldu," segir Júlíana. Hún er mjög þakklát föður sínum sem ætlar að gæta barnanna en það geti auðvitað bara gengið í nokkra daga. Fjögur börn séu alltof mikið álag á sjötugan mann því þurfi jafnvel að finna aðrar lausnir ef verkfallið teygist á langinn. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Sjá meira
Systurnar, Júlíana Ósk og Guðmunda Guðmundsdætur, segja barnapössun vegna kennaraverkfallsins bjargast fyrstu dagana en málið farið virkilega að vandast ef teygist á verfallinu. Sjötugur faðir systranna, Guðmundur Árni Bjarnason, ætlar að gæta fjögurra barnabarna sinna í verkfallinu en fyrir passar hann yngsta barnabarnið. Systurnar skiptust á að fara í vinnu í gær þar sem faðir þeirra fór vestur í réttir með gömlum vini. "Hann ætlaði ekki að fara í réttirnar af því hann væri að passa. En hann fer svo sjaldan eitthvað að ég tók það ekki í mál og við systurnar hjálpuðumst að í gær," segir Júlíana. En faðir hennar passar jafnan yngsta barnið á móti eiginmanni hennar sem er í vaktavinnu. Guðmunda vann fyrri part dagsins í gær en kom síðan og tók við af Júlíönu um eittleytið svo hún kæmist til vinnu . Júlíana á alls fjögur börn og þar af eru tvö á skólaaldri, sjö og níu ára. Dóttir Guðmundu var að byrja í skóla í haust og á hún annað barn á leikskólaaldri. Júlíana vinnur á lítilli bókhaldsskrifstofu og segist mæta skilningi hjá yfirmanni sínum sem er giftur kennara. Þannig hafi hún oft þann kost að hliðra til vinnutímanum og vinna jafnvel eitthvað á kvöldin. "Það er engin leið fyrir mig að missa marga daga úr vinnu því rekstur heimilisins er háður tekjunum. Það eru engir verfallssjóðir sem styðja við bakið á mér eða minni fjölskyldu," segir Júlíana. Hún er mjög þakklát föður sínum sem ætlar að gæta barnanna en það geti auðvitað bara gengið í nokkra daga. Fjögur börn séu alltof mikið álag á sjötugan mann því þurfi jafnvel að finna aðrar lausnir ef verkfallið teygist á langinn.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Sjá meira