Varnarliðið verði áfram 24. ágúst 2004 00:01 Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain telur að Bandaríkin eigi að halda uppi trúverðugum vörnum hér á landi. Hann á sæti í hermáladeild þingsins og er mikill áhrifamaður í Bandaríkjunum. McCain segir alveg ljóst að nauðsynlegt sé að endurskipuleggja herafla Bandaríkjanna og flytja hann þá eitthvað til, en það verði að taka sérstakt tillit til aðstæðna einstakra vinaríkja. McCain kom hingað til lands aðallega til þess að fræðast um orkumál en á fundi með Halldóri Ásgrímssyni, starfandi forsætisráðherra, var óhjákvæmilega komið inn á öryggis og varnarmál. Þingmaðurinn var spurður um ákvörðun George Bush forseta að flytja tugþúsundir bandarískra hermanna frá herstöðvum í Evrópu og víðar og svaraði því til að endurskipulagning væri nauðsynleg því kalda stríðinu væri lokið. Spurningin væri hvernig þessi endurskipulagning yrði framkvæmd. McCain sagði einnig að spyrja mætti hvaða skilaboð það sendi til Asíu að kalla herinn frá Suður-Kóreu. Það yrði rætt í hermálanefndinni þegar þingið kæmi saman í byrjun september. Öldungadeildarþingmaðurinn sagði það vera sína skoðun að Bandaríkin ættu að halda uppi vörnum á Íslandi. Hvort það væru nákvæmlega fjórar orrustuþotur eða eitthvað annað gæti hann ekki tilgreint nánar. Varnarviðbúnaður ætti alla vega hiklaust að vera til staðar hér á landi. Það var nefnt við John McCain að bæði John Kerry og George Bush vildu fá hann sem varaforsetaefni í kosningunum í nóvember. Þingmaðurinn svaraði því til að hann yrði ekki góður varaforseti. Auk þess gegndi Dick Cheney því starfi með sóma. Á meðfylgjandi mynd sést John McCain með Hillary Clinton, öldungardeildarþingmanni og fyrrverandi forsetaafrú Bandaríkjanna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain telur að Bandaríkin eigi að halda uppi trúverðugum vörnum hér á landi. Hann á sæti í hermáladeild þingsins og er mikill áhrifamaður í Bandaríkjunum. McCain segir alveg ljóst að nauðsynlegt sé að endurskipuleggja herafla Bandaríkjanna og flytja hann þá eitthvað til, en það verði að taka sérstakt tillit til aðstæðna einstakra vinaríkja. McCain kom hingað til lands aðallega til þess að fræðast um orkumál en á fundi með Halldóri Ásgrímssyni, starfandi forsætisráðherra, var óhjákvæmilega komið inn á öryggis og varnarmál. Þingmaðurinn var spurður um ákvörðun George Bush forseta að flytja tugþúsundir bandarískra hermanna frá herstöðvum í Evrópu og víðar og svaraði því til að endurskipulagning væri nauðsynleg því kalda stríðinu væri lokið. Spurningin væri hvernig þessi endurskipulagning yrði framkvæmd. McCain sagði einnig að spyrja mætti hvaða skilaboð það sendi til Asíu að kalla herinn frá Suður-Kóreu. Það yrði rætt í hermálanefndinni þegar þingið kæmi saman í byrjun september. Öldungadeildarþingmaðurinn sagði það vera sína skoðun að Bandaríkin ættu að halda uppi vörnum á Íslandi. Hvort það væru nákvæmlega fjórar orrustuþotur eða eitthvað annað gæti hann ekki tilgreint nánar. Varnarviðbúnaður ætti alla vega hiklaust að vera til staðar hér á landi. Það var nefnt við John McCain að bæði John Kerry og George Bush vildu fá hann sem varaforsetaefni í kosningunum í nóvember. Þingmaðurinn svaraði því til að hann yrði ekki góður varaforseti. Auk þess gegndi Dick Cheney því starfi með sóma. Á meðfylgjandi mynd sést John McCain með Hillary Clinton, öldungardeildarþingmanni og fyrrverandi forsetaafrú Bandaríkjanna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira