Samkomulag þarf um gerðardóm 24. október 2004 00:01 Samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaganna funda með Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra klukkan tíu fyrir hádegi. Ráðherra verða kynnt sjónarmið deilenda og farið verður yfir stöðuna. Óvíst er hvort ræddar verði hugmyndir um að vísa deilunni í gerðardóm. Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnudeilum, telur gerðardóm koma til greina. "En niðurstaða dómsins færi náttúrlega eftir því uppleggi sem hann fengi," sagði hún og benti um leið á þann möguleika að ríkissáttasemjari legði fram miðlunartillögu. "Slík tillaga yrði þá lögð undir alla félagsmenn, ekki bara samninganefndina. Ég hef hins vegar ekki heyrt neinn nefna miðlunartillögu í þessu sambandi, en það er vafalaust vegna þess að sáttasemjari telur það alveg vonlaust." Lára taldi ólíklegt að lög yrðu sett á verkfallið, bæði hefði þjóðin fengið ofanígjafir frá Alþjóðavinnumálastofnuninni fyrir slík afskipti og slík afgreiðsla gæti orðið tímafrek í þinginu. "En ef menn eru í alvöru að hugsa um einhverja kjaradómsleið sýndist manni að þeir ættu að reyna að setjast yfir að velta fyrir sér forsendum." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir hugmyndir um gerðardóm ekki hafa verið ræddar í hópi kennara. Hann vill ekki útiloka þá leið en bendir á að huga þurfi að mörgu. "Til dæmis hvort dómurinn á að taka á öllum pakkanum eða bara launaliðnum. Forsendurnar sem dómnum yrði gert að starfa eftir liggja ekki fyrir," segir hann. Samninganefnd kennara fundar klukkan eitt, en að sögn Eiríks hafði verið boðað til þess fundar áður en forsætisráðherra boðaði deilendur til sín. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaganna, sagðist ekki hafa miklar væntingar til fundarins með forsætisráðherra og taldi hann frekar til upplýsingar fyrir ráðherra. Þá átti hann ekki sérstaklega von á að gerðardómsleiðina bæri á góma. "Mér sýnist sú umræða meira í fjölmiðlum," segir hann, en leiðin hefur ekki verið rædd á vettvangi sveitarfélaganna. "Sjálfur hefði ég ekki haldið að þetta væri fær leið. Oftar en ekki þýðir gerðardómsleið að að minnsta kosti annar deilenda er óánægður, ef ekki báðir," segir hann og telur að ekki yrði síður flókið að ná saman um forskrift til kjaradóms en um forsendur kjarasamnings. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Sjá meira
Samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaganna funda með Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra klukkan tíu fyrir hádegi. Ráðherra verða kynnt sjónarmið deilenda og farið verður yfir stöðuna. Óvíst er hvort ræddar verði hugmyndir um að vísa deilunni í gerðardóm. Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnudeilum, telur gerðardóm koma til greina. "En niðurstaða dómsins færi náttúrlega eftir því uppleggi sem hann fengi," sagði hún og benti um leið á þann möguleika að ríkissáttasemjari legði fram miðlunartillögu. "Slík tillaga yrði þá lögð undir alla félagsmenn, ekki bara samninganefndina. Ég hef hins vegar ekki heyrt neinn nefna miðlunartillögu í þessu sambandi, en það er vafalaust vegna þess að sáttasemjari telur það alveg vonlaust." Lára taldi ólíklegt að lög yrðu sett á verkfallið, bæði hefði þjóðin fengið ofanígjafir frá Alþjóðavinnumálastofnuninni fyrir slík afskipti og slík afgreiðsla gæti orðið tímafrek í þinginu. "En ef menn eru í alvöru að hugsa um einhverja kjaradómsleið sýndist manni að þeir ættu að reyna að setjast yfir að velta fyrir sér forsendum." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir hugmyndir um gerðardóm ekki hafa verið ræddar í hópi kennara. Hann vill ekki útiloka þá leið en bendir á að huga þurfi að mörgu. "Til dæmis hvort dómurinn á að taka á öllum pakkanum eða bara launaliðnum. Forsendurnar sem dómnum yrði gert að starfa eftir liggja ekki fyrir," segir hann. Samninganefnd kennara fundar klukkan eitt, en að sögn Eiríks hafði verið boðað til þess fundar áður en forsætisráðherra boðaði deilendur til sín. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaganna, sagðist ekki hafa miklar væntingar til fundarins með forsætisráðherra og taldi hann frekar til upplýsingar fyrir ráðherra. Þá átti hann ekki sérstaklega von á að gerðardómsleiðina bæri á góma. "Mér sýnist sú umræða meira í fjölmiðlum," segir hann, en leiðin hefur ekki verið rædd á vettvangi sveitarfélaganna. "Sjálfur hefði ég ekki haldið að þetta væri fær leið. Oftar en ekki þýðir gerðardómsleið að að minnsta kosti annar deilenda er óánægður, ef ekki báðir," segir hann og telur að ekki yrði síður flókið að ná saman um forskrift til kjaradóms en um forsendur kjarasamnings.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Sjá meira