Hólkarnir hlaðnir 5. október 2004 00:01 Rjúpnaskyttum verður heimilt að halda til veiða næsta haust, gangi humyndir Sigríðar Önnu Þórðardóttur, umhverfisráðherra, eftir. Í þeim er ráðgert að sala rjúpna og rjúpnaafurða verði bönnuð en þannig á að koma í veg fyrir starfsemi atvinnuskyttna. Einnig er líklegt að kvóta verði úthlutað til veiðimanna en ekki hefur verið ákveðið með hvaða hætti það verður gert. Notkun farartækja í veiðilöndum verður takmörkuð og líklegt að veiðitímabilið verði stytt frá því sem verið hefur. "Það er mikilvægt að tryggja að veiðarnar verði sjálfbærar," segir Sigríður Anna en með því er átt við að ekki verði veitt meira en stofninn þolir hverju sinni. Ekki verði gengið á stærð hans. Svokallaðri rjúpnanefnd, sem í sitja fulltrúar ýmissa hagsmunaaðila og Siv Friðleifsdóttir skipaði í sinni ráðherratíð, verður falið að smíða frumvarp um lagabreytingarnar og vonast Sigríður Anna eftir að tillögur nefndarinnar verði tilbúnar um miðjan næsta mánuð. Hún óttast ekki að erfitt verði að fylgja eftir sölubanni og kvótasetningu og höfðar til samvisku veiðimanna í þeim efnum. "Það verður að ætla að veiðimenn fari að reglum, það hlýtur að vera þeirra hagur." Í takt við okkar tillögur Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrverndarstofnunar, segist mjög sáttur við þessar aðgerðir ráðherra en leggur ríka áherslu á að veiðunum verði rækilega stýrt og að stofninn þoli þær veiðar sem leyfðar verða. "Þetta er alveg í takt við það sem við lögðum til á sínum tíma," segir hann. Þá strandaði á sölubanninu sem þingheimur hafnaði. "Þá var ekki annað að gera en að setja á algjört veiðibann og vinna um leið að hugmyndum um endurskoðun og eflingu veiðistjórnunarkerfisins." Það hefur nú verið gert. Rjúpnastofninn hefur notið góðs af veiðibanninu og benda athuganir Náttúrufræðistofnunar til að hann hafi ríflega tvöfaldast á milli áranna 2003 og 2004. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Rjúpnaskyttum verður heimilt að halda til veiða næsta haust, gangi humyndir Sigríðar Önnu Þórðardóttur, umhverfisráðherra, eftir. Í þeim er ráðgert að sala rjúpna og rjúpnaafurða verði bönnuð en þannig á að koma í veg fyrir starfsemi atvinnuskyttna. Einnig er líklegt að kvóta verði úthlutað til veiðimanna en ekki hefur verið ákveðið með hvaða hætti það verður gert. Notkun farartækja í veiðilöndum verður takmörkuð og líklegt að veiðitímabilið verði stytt frá því sem verið hefur. "Það er mikilvægt að tryggja að veiðarnar verði sjálfbærar," segir Sigríður Anna en með því er átt við að ekki verði veitt meira en stofninn þolir hverju sinni. Ekki verði gengið á stærð hans. Svokallaðri rjúpnanefnd, sem í sitja fulltrúar ýmissa hagsmunaaðila og Siv Friðleifsdóttir skipaði í sinni ráðherratíð, verður falið að smíða frumvarp um lagabreytingarnar og vonast Sigríður Anna eftir að tillögur nefndarinnar verði tilbúnar um miðjan næsta mánuð. Hún óttast ekki að erfitt verði að fylgja eftir sölubanni og kvótasetningu og höfðar til samvisku veiðimanna í þeim efnum. "Það verður að ætla að veiðimenn fari að reglum, það hlýtur að vera þeirra hagur." Í takt við okkar tillögur Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrverndarstofnunar, segist mjög sáttur við þessar aðgerðir ráðherra en leggur ríka áherslu á að veiðunum verði rækilega stýrt og að stofninn þoli þær veiðar sem leyfðar verða. "Þetta er alveg í takt við það sem við lögðum til á sínum tíma," segir hann. Þá strandaði á sölubanninu sem þingheimur hafnaði. "Þá var ekki annað að gera en að setja á algjört veiðibann og vinna um leið að hugmyndum um endurskoðun og eflingu veiðistjórnunarkerfisins." Það hefur nú verið gert. Rjúpnastofninn hefur notið góðs af veiðibanninu og benda athuganir Náttúrufræðistofnunar til að hann hafi ríflega tvöfaldast á milli áranna 2003 og 2004.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira