Enn pattstaða við Akureyrarhöfn 5. október 2004 00:01 Pattstaða ríkir enn við Akureyrarhöfn þar sem félagar úr Sjómannasambandinu hindra löndun úr Sólbaki EA. Sjómannasambandið segist verða kyrrt þar til forstjóri Brims tekur til baka sérsamning sem gerður var við áhöfnina. Forstjórinn stendur hins vegar fast á sínu og segist vera með lögin sín megin. Lögreglan segir þetta vinnudeilu og mun ekki blanda sér í málið að svo komnu. Lið manna úr forystu Sjómannasambandsins tók á móti Sólbaki EA þegar togarinn kom til hafnar á Akureyri í dag. Skipið er alfarið í eigu Brims en forstjóri fyrirtækisins stofnaði um rekstur hans sérstakt félag og samdi sérstaklega við áhöfnina án hlutdeildar Sjómannasambandsins. Þessu hefur verkalýðsforystan mótmælt harðlega og sagt brot á vinnulöggjöf og kjarasamningum. Menn séu þvingaði til að standa utan verkalýðsfélaga og fái verri kjör en samningar segi til um. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, telur málið klárt lögbrot og enga ástæðu til að fara með það fyrir dómstóla. Hann segir lögin þeirra megin og kjarasamningarnir klárlega og hefur sambandið fengið álit margra lögfræðinga á málinu. Sævar segir sjómenn ætla að vera á bryggjunni þar til GuðmundurKristjánsson, forstjóri Brims, „hættir þessum leik“ eins og Sævar orðar það. Guðmundur segist alltaf til í að tala við Sjómannasambandið en forsvarsmenn þess hafi ekki óskað eftir neinum fundi. Þess vegna átti hann sig ekki á því hvað Sævar og félagar eru að tala um. Allt hjá Brimi er löglegt að sögn Guðmundar. Guðmundur segir bæði áhöfn Sólbaks og útgerðina ánægða með samninginn og lögfræðingar hafi gefið samþykki sitt - hann sér því ekki vandamálið. Hann segist hafa haldið að þetta væri frjálst samfélag sem við búum í, en kannski sé það ekki svo. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Menendez bræðurnir nær frelsinu Erlent Fleiri fréttir Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Sjá meira
Pattstaða ríkir enn við Akureyrarhöfn þar sem félagar úr Sjómannasambandinu hindra löndun úr Sólbaki EA. Sjómannasambandið segist verða kyrrt þar til forstjóri Brims tekur til baka sérsamning sem gerður var við áhöfnina. Forstjórinn stendur hins vegar fast á sínu og segist vera með lögin sín megin. Lögreglan segir þetta vinnudeilu og mun ekki blanda sér í málið að svo komnu. Lið manna úr forystu Sjómannasambandsins tók á móti Sólbaki EA þegar togarinn kom til hafnar á Akureyri í dag. Skipið er alfarið í eigu Brims en forstjóri fyrirtækisins stofnaði um rekstur hans sérstakt félag og samdi sérstaklega við áhöfnina án hlutdeildar Sjómannasambandsins. Þessu hefur verkalýðsforystan mótmælt harðlega og sagt brot á vinnulöggjöf og kjarasamningum. Menn séu þvingaði til að standa utan verkalýðsfélaga og fái verri kjör en samningar segi til um. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, telur málið klárt lögbrot og enga ástæðu til að fara með það fyrir dómstóla. Hann segir lögin þeirra megin og kjarasamningarnir klárlega og hefur sambandið fengið álit margra lögfræðinga á málinu. Sævar segir sjómenn ætla að vera á bryggjunni þar til GuðmundurKristjánsson, forstjóri Brims, „hættir þessum leik“ eins og Sævar orðar það. Guðmundur segist alltaf til í að tala við Sjómannasambandið en forsvarsmenn þess hafi ekki óskað eftir neinum fundi. Þess vegna átti hann sig ekki á því hvað Sævar og félagar eru að tala um. Allt hjá Brimi er löglegt að sögn Guðmundar. Guðmundur segir bæði áhöfn Sólbaks og útgerðina ánægða með samninginn og lögfræðingar hafi gefið samþykki sitt - hann sér því ekki vandamálið. Hann segist hafa haldið að þetta væri frjálst samfélag sem við búum í, en kannski sé það ekki svo.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Menendez bræðurnir nær frelsinu Erlent Fleiri fréttir Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Sjá meira