Á skytteríi saman 11. nóvember 2004 00:01 Hjónin Sigurður Magnússon matreiðslumaður og Margrét Pétursdóttir tanntæknir, alltaf kölluð Diddi og Magga, eru samhent og með sameiginleg áhugamál. Fyrir utan að vera leiðbeinendur í hundaskóla Hundaræktarfélagsins og með réttindi til að dæma hundaveiðipróf eru þau á kafi í veiðimennsku, hvort sem er með stöng eða byssu. Áhugi Didda á skotveiðum vaknaði þegar hann var 24 ára, en hann þurfti ekki að tæla Möggu í veiðarnar með sér því hún var löngu byrjuð að skjóta þegar þau kynntust. "Það var kannski það sem dró okkur saman í upphafi," segir Diddi og hlær en segist þó aldrei myndu viðurkenna að Magga hafi verið betri skytta en hann. "Það er að minnsta kosti engin samkeppni á milli okkar núna, hún er besti veiðifélagi sem ég get hugsað mér." Hjónin stunda skotveiðar sínar mest á hálendinu, gista í sæluhúsum eða tjaldi ef veður leyfir og njóta útiverunnar. "Ágangurinn er orðinn svo mikill á kornakrana hér fyrir austan fjall og víðar, menn eru að leigja sér aðgang að þessum ökrum fyrir miklar fjárhæðir og við tökum síður þátt í því," segir Diddi. "Það er heldur ekkert takmark hjá okkur að fá marga fugla. Við viljum helst ekki eiga neitt í kistunni þegar nýtt veiðitímabil hefst, það segir okkur bara að við höfum skotið of mikið." Magga og Diddi eru ómyrk í máli þegar talið berst að veiðimönnum og umgengni við náttúruna yfirleitt. "Menn veiða á misjöfnum forsendum, sumir veiða aðallega til að selja og við erum alfarið á móti því. Um leið og gróðahyggjan er komin í spilið hætta menn að bera virðingu fyrir náttúrunni og fara að ganga á stofnana. Ástæðan fyrir viðmótinu gagnvart rjúpnaveiðum er fyrst og fremst sú að þeir eru til sem skjóta hundruð og jafnvel þúsundir rjúpna á ári. Það er nauðsynlegt að setja á sölubann svo þessi mál komist í eðlilegt horf." Uppáhaldsvillibráð Magga og Diddu er rjúpan, sem þau elda á margvíslegan hátt, meðal annars upp á gamla mátann, spekkaða og vel steikta. "Svo finnst okkur gott að snöggsteikja bringurnar og við gerum mikið af því að reykja og grafa og búa til paté og kæfur. Það er hægt að leika sér með villibráð á svo margan hátt." Villibráðin er á borðum hjá þeim hjónum jafnt hversdags og spari og þau hafa reynt sig við ýmsar nýjungar. "Við reykjum til dæmis rjúpnahjörtun og notum sem snakk," segir Diddi. Nú er gæsaveiðitímabilinu að ljúka og við taka veiðar á önd og skarfi. "Fólki þykir skarfurinn annað hvort algjört lostæti eða óæti og margir sætta sig ekki við sjávarbragðið. Fólk er að setja svona kjöt í mjólk til að deyfa bragðið, en þá finnst okkur að það geti alveg eins borðað bara svínakjöt. Eins og maður sækist eftir lyngbragðinu í rjúpunni sækist maður eftir sjávarbragðinu í sjófuglinum," segir Magga og gefur okkur upskrift að gómsætu villiandarlifrarmousse. 300 g andalifur 250 g brætt smjör 1 egg 10 g koníak 10 g púrtvín 10 g Madeira 10 g nitritsalt Timjan Majoram Pipar Hreinsið lifrina og maukið í matvinnsluvél ásamt egginu. Hrærið smjörinu varlega saman við. Blandið víninu og kryddinu saman við og setjið í form. Bakið við 90-100°C í 30 mínútur. Gott að hella púrtvínshlaupi yfir formið og láta storkna. Berið fram kalt með rifsberjasultu og brauði. Matur Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Hjónin Sigurður Magnússon matreiðslumaður og Margrét Pétursdóttir tanntæknir, alltaf kölluð Diddi og Magga, eru samhent og með sameiginleg áhugamál. Fyrir utan að vera leiðbeinendur í hundaskóla Hundaræktarfélagsins og með réttindi til að dæma hundaveiðipróf eru þau á kafi í veiðimennsku, hvort sem er með stöng eða byssu. Áhugi Didda á skotveiðum vaknaði þegar hann var 24 ára, en hann þurfti ekki að tæla Möggu í veiðarnar með sér því hún var löngu byrjuð að skjóta þegar þau kynntust. "Það var kannski það sem dró okkur saman í upphafi," segir Diddi og hlær en segist þó aldrei myndu viðurkenna að Magga hafi verið betri skytta en hann. "Það er að minnsta kosti engin samkeppni á milli okkar núna, hún er besti veiðifélagi sem ég get hugsað mér." Hjónin stunda skotveiðar sínar mest á hálendinu, gista í sæluhúsum eða tjaldi ef veður leyfir og njóta útiverunnar. "Ágangurinn er orðinn svo mikill á kornakrana hér fyrir austan fjall og víðar, menn eru að leigja sér aðgang að þessum ökrum fyrir miklar fjárhæðir og við tökum síður þátt í því," segir Diddi. "Það er heldur ekkert takmark hjá okkur að fá marga fugla. Við viljum helst ekki eiga neitt í kistunni þegar nýtt veiðitímabil hefst, það segir okkur bara að við höfum skotið of mikið." Magga og Diddi eru ómyrk í máli þegar talið berst að veiðimönnum og umgengni við náttúruna yfirleitt. "Menn veiða á misjöfnum forsendum, sumir veiða aðallega til að selja og við erum alfarið á móti því. Um leið og gróðahyggjan er komin í spilið hætta menn að bera virðingu fyrir náttúrunni og fara að ganga á stofnana. Ástæðan fyrir viðmótinu gagnvart rjúpnaveiðum er fyrst og fremst sú að þeir eru til sem skjóta hundruð og jafnvel þúsundir rjúpna á ári. Það er nauðsynlegt að setja á sölubann svo þessi mál komist í eðlilegt horf." Uppáhaldsvillibráð Magga og Diddu er rjúpan, sem þau elda á margvíslegan hátt, meðal annars upp á gamla mátann, spekkaða og vel steikta. "Svo finnst okkur gott að snöggsteikja bringurnar og við gerum mikið af því að reykja og grafa og búa til paté og kæfur. Það er hægt að leika sér með villibráð á svo margan hátt." Villibráðin er á borðum hjá þeim hjónum jafnt hversdags og spari og þau hafa reynt sig við ýmsar nýjungar. "Við reykjum til dæmis rjúpnahjörtun og notum sem snakk," segir Diddi. Nú er gæsaveiðitímabilinu að ljúka og við taka veiðar á önd og skarfi. "Fólki þykir skarfurinn annað hvort algjört lostæti eða óæti og margir sætta sig ekki við sjávarbragðið. Fólk er að setja svona kjöt í mjólk til að deyfa bragðið, en þá finnst okkur að það geti alveg eins borðað bara svínakjöt. Eins og maður sækist eftir lyngbragðinu í rjúpunni sækist maður eftir sjávarbragðinu í sjófuglinum," segir Magga og gefur okkur upskrift að gómsætu villiandarlifrarmousse. 300 g andalifur 250 g brætt smjör 1 egg 10 g koníak 10 g púrtvín 10 g Madeira 10 g nitritsalt Timjan Majoram Pipar Hreinsið lifrina og maukið í matvinnsluvél ásamt egginu. Hrærið smjörinu varlega saman við. Blandið víninu og kryddinu saman við og setjið í form. Bakið við 90-100°C í 30 mínútur. Gott að hella púrtvínshlaupi yfir formið og láta storkna. Berið fram kalt með rifsberjasultu og brauði.
Matur Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira