Innlent

Hæstiréttur lækkar bætur

Hæstiréttur lækkaði slysabætur til ungrar konu, vegna miska sem hún hlaut í bílslysi árið 1998, vegna ölvunar ökumannsins. Ökumaðurinn, sem var kærasti konunnar, lést í slysinu. Áfengismagn í blóði hans reyndist vera 2,15 prómill. Í Héraðsdómi Vestfjarða var konunni dæmdar rúmlega ein og hálf milljón króna í bætur. Miðað var við að hún bæri sjálf tvo þriðju skaðans þar sem hún hefði sýnt stórkostlegt gáleysi með því að fara í bíl með ölvuðum manni. Hæstiréttur taldi hins vegar rétt að konan bæri þrjá fjórðu skaðans og fékk hún því rúma milljón króna í bætur. Rétturinn taldi hins vegar ekki næg efni til að verða við sýknukröfu tryggingafélagsins og eiganda bílsins. Litið var til þess að konan hefði fyrr um nóttina setið í bíl með kærasta sínum yfir fjallveg án þess að nokkuð hefði farið úrskeiðis í akstrinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×