Innlent

Koma ekki að kennaradeilunni

"Við eigum enga aðkomu og ekkert tilefni til að eiga aðkomu að kennaradeilunni. Það er viðfangsefni samningsaðila," segir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Hann hafi heyrt í fjölmiðlum að forsætisráðherra vænti forsvarsmanna Sambandsins á fund. Af honum hafi ekki enn orðið. Grétar segir að í meginforsendum kjarasamninga ASÍ sé kveðið á um endurskoðun samninga, sé verðbólga og umtalsverðar breytingar á kjörum stétta umfram það sem sé í samningum sambandsins. Forsendunum hafi ekki verið haldið á lofti en þær séu þekktar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×