Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan lækkar áfram

Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hélt áfram að lækka í gær og hefur þá lækkað um samtals 10% á einni viku, þar af um 8,6% síðustu þrjá dagana. Verðbréf féllu um allt að 5% fyrst eftir opnun markaðarins í gær en fór svo að sveiflast upp á við hjá ýmsum fyrirtækjum undir hádegi og endaði lækkunin í 1,6%. Mest varð lækkunin í Landsbankanum, eða rúm 5%, en bréf hækkuðu hins vegar í Bakkavör, HB Granda, Marel, Medcare og Straumi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×