Innlent

Skilorð fyrir kinnbeinsbrot

Tvítugur maður var í Héraðsdómi Reykjaness, dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og skjalafals. Maðurinn kýldi annan mann fyrir hnefahögg í andlitið þannig að sá kinnbeinsbrotnaði. Þá framvísaði hann fölsuðum lyfseðli á apóteki vitandi að lyfseðillinn væri falsaður. Maðurinn játaði brot sín greiðlega fyrir dómi. Við ákvörðun refsingarinnar var litið til játningarinnar, ungs aldurs mannsins og að hann hafi ekki áður gerst sekur við almenn hegningarlög.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×