Innlent

Þorgerður áhyggjufull

Verkfall kennara var rætt á ríkisstjórnarfundi í gær. "Þetta mál er á valdi sveitarfélaganna en ráðherrar í ríkisstjórninni létu í ljósi áhyggjur af yfirvofandi verkfalli," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. "Mér finnst það afar slæmt, bæði sem foreldri og ráðherra, ef börnin komast ekki í skóla á mánudaginn. Ég held þó í vonina um að menn leggi sig fram og reyni að ná endum saman nú um helgina en því miður heyrist mér á röddum bæði kennara og sveitarfélaga að útlitið sé dökkt."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×