Innlent

Slökkvistarfi nánast lokið

Slökkvistarfi á athafnasvæði Hringrásar við Sundahöfn lauk á miðnætti og hafa aðeins fjórir slökkviliðsmenn verið á vettvangi í nótt til að vakta svæðið og slökkva í glæðum þar sem þeirra hefur orðið vart. Búist er við að starfi slökkviliðsins verði endanlega lokið á hádegi. Formleg rannsókn á eldsupptökum hefst í dag en að sögn lögreglu eru sterkar vísbendingar um að eldsupptökin hafi orðið í hleðslutæki fyrir raflyftara, en það var inni í skemmunni þar sem talið er að eldurinn hafi kviknað. Mikið hreinsunarstarf er framundan á svæðinu og tryggingafélög eru nú að meta, með íbúum í grenndinni, tjón vegna reyks. Talið er að um tvö þúsund tonn af dekkjum hafi verið í haugnum sem kviknaði í.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×