Viðskipti erlent

Meira virði en General Motors

Þrátt fyrir tómt klúður í aðdraganda þess að viðskipti hófust með hlutabréf bandarísku netleitarvélarinnar Google, var fyrirtækið meira virði en General Motors að loknum fyrsta degi viðskipta. Vandræði og illa ígrundaðar yfirlýsingar urðu þess valdandi að eigendur Google urðu að sætta sig við lægra verð á hlutabréfunum en þeir vonuðust eftir, en þau hækkuðu nánast strax um 18 prósent og kostuðu þegar markaði í New York var lokað í gær yfir 100 dollara á bréfið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×