Jafnaðarmenn harma hvarf Sivjar 23. ágúst 2004 00:01 Ungir jafnaðarmenn harma niðurstöðu þingflokks Framsóknarflokks um að fækka konum í ríkisstjórn að því er segir í ályktun þeirra sem samþykkt var á landsþingi Ungra jafnaðarmanna í Hveragerði um helgina og send var fjölmiðlum áðan. Eins og kunnugt er var samþykkt á fundi þingflokks Framsóknarmanna í síðustu viku að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ráðherraliði flokksins þegar Sjálfstæðisflokkurinn tekur við umhverfisráðuneytinu þann 15. september næstkomandi. Ungir jafnaðarmenn telja þessa þróun vera áhyggjuefni. Þeir segja nauðsynlegt að líta á jafnréttismál í víðu samhengi og leggja áherslu á að um sé að ræða þverpólítískan málaflokk sem snerti grunnþætti samfélagsins. Í tilkynningunni segir að að sjálfsögðu beri að skipa og ráða hæfasta einstaklinginn í viðkomandi starf en ef litið sé yfir svið stjórnmála eða viðskipta sé augljóst að konur eru látnar líða fyrir kynferði sitt. Hið óeðlilega lága hlutfall kvenna í stjórnmálum og í viðskiptalífinu er vitnisburður um að gengið sé framhjá hæfum konum. Ef hæfni réði framgangi í stjórnmálum væri kynjahlutfallið mun jafnara en það er nú. Ungir jafnaðarmenn telja framferði þingflokks Framsóknarflokksins einnig forkastanlegt í ljósi kosningabaráttu síðastliðins vors þar sem sá flokkur lagði áherslu á jafnréttismál í sínum málflutningi. Framsóknarkonur hafi meðal annars skipað efstu sæti í helmingi kjördæmanna. Þetta hafi hins vegar ekki skilað sér í ríkisstjórn og það sé augljóst að Framsóknarflokkurinn láti ekki verkin tala þegar komi að jafnréttismálum, heldur haldi hann áfram að slá ryki í augu kjósenda rétt fyrir kosningar. Ungir jafnaðarmenn vilja að lokum minna á kosningaloforð Samfylkingarinnar um að jafnréttismál beri að heyra undir forsætisráðherra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn harma niðurstöðu þingflokks Framsóknarflokks um að fækka konum í ríkisstjórn að því er segir í ályktun þeirra sem samþykkt var á landsþingi Ungra jafnaðarmanna í Hveragerði um helgina og send var fjölmiðlum áðan. Eins og kunnugt er var samþykkt á fundi þingflokks Framsóknarmanna í síðustu viku að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ráðherraliði flokksins þegar Sjálfstæðisflokkurinn tekur við umhverfisráðuneytinu þann 15. september næstkomandi. Ungir jafnaðarmenn telja þessa þróun vera áhyggjuefni. Þeir segja nauðsynlegt að líta á jafnréttismál í víðu samhengi og leggja áherslu á að um sé að ræða þverpólítískan málaflokk sem snerti grunnþætti samfélagsins. Í tilkynningunni segir að að sjálfsögðu beri að skipa og ráða hæfasta einstaklinginn í viðkomandi starf en ef litið sé yfir svið stjórnmála eða viðskipta sé augljóst að konur eru látnar líða fyrir kynferði sitt. Hið óeðlilega lága hlutfall kvenna í stjórnmálum og í viðskiptalífinu er vitnisburður um að gengið sé framhjá hæfum konum. Ef hæfni réði framgangi í stjórnmálum væri kynjahlutfallið mun jafnara en það er nú. Ungir jafnaðarmenn telja framferði þingflokks Framsóknarflokksins einnig forkastanlegt í ljósi kosningabaráttu síðastliðins vors þar sem sá flokkur lagði áherslu á jafnréttismál í sínum málflutningi. Framsóknarkonur hafi meðal annars skipað efstu sæti í helmingi kjördæmanna. Þetta hafi hins vegar ekki skilað sér í ríkisstjórn og það sé augljóst að Framsóknarflokkurinn láti ekki verkin tala þegar komi að jafnréttismálum, heldur haldi hann áfram að slá ryki í augu kjósenda rétt fyrir kosningar. Ungir jafnaðarmenn vilja að lokum minna á kosningaloforð Samfylkingarinnar um að jafnréttismál beri að heyra undir forsætisráðherra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira