Siv aftur í ríkisstjórn? 23. ágúst 2004 00:01 Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, vill að formaður flokksins og aðrir forystumenn haldi fund með óánægjuöflum innan flokksins til að freista þess að ná sáttum. Hann segir mikilvægt að fullvissa jafnréttissinna um að Siv Friðleifsdóttir snúi aftur í ríkisstjórn. Guðni Ágústsson segir mikilvægt að forysta flokksins fullvissi jafnréttissinna innan flokksins um að Siv Friðleifsdóttir víki einungis tímabundið úr ríkisstjórn, nú þegar formaður flokksins hefur boðað enn frekari breytingar innan eins og hálfs árs. Hennar tími sé ekki liðinn í pólitík, enda sé hún gríðarlega öflugur ráðherra. Aðspurður hvort honum finnist að það hefði átt að fara einhverja aðra leið segir Guðni svo ekki vera, þrátt fyrir að hann hafi vitað að þessi leið myndi valda mikilli ólgu. Guðni segir að hann hafi lagt á það áherslu, áður en ákvörðun formannsins lá fyrir, í samtali sínu og Halldórs að leitað yrði til fleiri framsóknarmanna en þingmanna um hvernig mætti ná farsælli lausn. Það hafi ekki verið gert en þar sé hægt að bæta úr. Guðni segir að það sé órói í flokknum og hann ætli ekki að gera lítið úr honum, það sé einungis hægt að jafna hann með því að skýra málin betur. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að konur hefðu alla jafna haft mikil áhrif innan flokksins. Engin ástæða væri til annars en að ætla að svo yrði áfram. Hann segist hafa fullan skilning á ónægju framsóknarkvenna en bendir á að konur hafi haft mikinn frama í flokknum, og meiri en í öðrum flokkum. Aðspurður um þær ásakanir á hendur Halldóri um að vilja koma öllum völdum Framsóknarflokksins í hendurnar á fámennri stuðningsmannaklíku sinnar segir Halldór að þetta sé út í hött. Völdin séu í höndum þingflokksins og flokksþings þar sem hann hafi verið kjörinn með yfirgnæfandi meirihluta. Halldóri þykir miður að einhverjir skuli hafa verið að tala með þessum hætti en ef hinir sömu séu ónægðir með þær ákvarðanir sem hann tekur, þá sé rétt að tala um það beint við Halldór. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, vill að formaður flokksins og aðrir forystumenn haldi fund með óánægjuöflum innan flokksins til að freista þess að ná sáttum. Hann segir mikilvægt að fullvissa jafnréttissinna um að Siv Friðleifsdóttir snúi aftur í ríkisstjórn. Guðni Ágústsson segir mikilvægt að forysta flokksins fullvissi jafnréttissinna innan flokksins um að Siv Friðleifsdóttir víki einungis tímabundið úr ríkisstjórn, nú þegar formaður flokksins hefur boðað enn frekari breytingar innan eins og hálfs árs. Hennar tími sé ekki liðinn í pólitík, enda sé hún gríðarlega öflugur ráðherra. Aðspurður hvort honum finnist að það hefði átt að fara einhverja aðra leið segir Guðni svo ekki vera, þrátt fyrir að hann hafi vitað að þessi leið myndi valda mikilli ólgu. Guðni segir að hann hafi lagt á það áherslu, áður en ákvörðun formannsins lá fyrir, í samtali sínu og Halldórs að leitað yrði til fleiri framsóknarmanna en þingmanna um hvernig mætti ná farsælli lausn. Það hafi ekki verið gert en þar sé hægt að bæta úr. Guðni segir að það sé órói í flokknum og hann ætli ekki að gera lítið úr honum, það sé einungis hægt að jafna hann með því að skýra málin betur. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að konur hefðu alla jafna haft mikil áhrif innan flokksins. Engin ástæða væri til annars en að ætla að svo yrði áfram. Hann segist hafa fullan skilning á ónægju framsóknarkvenna en bendir á að konur hafi haft mikinn frama í flokknum, og meiri en í öðrum flokkum. Aðspurður um þær ásakanir á hendur Halldóri um að vilja koma öllum völdum Framsóknarflokksins í hendurnar á fámennri stuðningsmannaklíku sinnar segir Halldór að þetta sé út í hött. Völdin séu í höndum þingflokksins og flokksþings þar sem hann hafi verið kjörinn með yfirgnæfandi meirihluta. Halldóri þykir miður að einhverjir skuli hafa verið að tala með þessum hætti en ef hinir sömu séu ónægðir með þær ákvarðanir sem hann tekur, þá sé rétt að tala um það beint við Halldór.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira