Áratuga skref afturábak 22. ágúst 2004 00:01 Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að ákvörðun þingflokksins um að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn sé margra áratuga skref aftur á bak og brjóti í bága við stefnu Framsóknarflokksins. Það sé liðin tíð að fámenn karlaklíka geti stjórnað heilum stjórnmálaflokki. Sigrún hóf afskipti af stjórnmálum fyrir rúmum aldarfjórðungi. Hún var oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn í 16 ár og sat í rúma tvo áratugi í miðstjórn flokksins. Hún segir að fyrir aldarfjórðungi hafi hún sett jafnréttismál á oddinn. Hún segir að sér finnist miður, þó hún sitji nú á friðarstóli, að jafnréttisbaráttan hafi dottið niður á sama punkt og fyrir 25 árum. Hún segir að Framsóknarkonur vilji ekki hverfa aftur til fortíðar heldur vilji þær horfa fram á veginn. Það væri ástæðan fyrir því að hún tók þátt í því að mótmæla vinnubrögðum forystu þingflokksins. Sigrún segir að forysta Framsóknarflokksins verði að hafa lög og jafnréttisstefnu flokksins í heiðri, en þar segir að að minnsta kosti 40 prósent af hvoru kyni skuli skipa trúnaðarstöður á vegum flokksins. Sigrún verður frummælandi á stórfundi Framsóknarkvenna á miðvikudagskvöld og hún segir reiðina mikla á meðal Framsóknarkvenna. Hún segist ekki trúa því að sú ólga sem nú hafi komið upp á yfirborðið muni hjaðna fljótt. Sigrún segir þessi skref sýna að flokkurinn sé ekki að horfa til framtíðar, og ljóst að konur verði að taka upp fánann og halda áfram baráttunni. Samherjar Sivjar hafa verið ósparir að benda á að Siv komi úr stærsta kjördæminu og eigi því rétt á ráðherrastóli. Þegar litið er til fjölda atkvæða á bak við hvern Framsóknarþingmann má sjá að fjórir ráðherrar eru efstir á blaði. Valgerður Sverrisdóttir hefur flest ákvæði á bak við sig og Siv Friðleifsdóttir kemur næst á eftir henni. Jón Kristjánsson er sjöundi, en benda má á að hann leiddi áður Austurlandskjördæmi sem slegið var saman við Norðurland eystra. Sjötti ráðherrann er svo Árni Magnússon, jöfnunarþingmaður Framsóknar og reyndar 63. eða síðasti maður inn á þing. Sé litið á hlutfall atkvæða sem hver Framsóknarmaður hefur á bak við sig í kjördæmi sínu kemur í ljós að þar er Siv í fimmta sæti og oddviti Vestlendinga, Magnús Stefánsson er hlutfallslega með meira fylgi, án þess að stuðningsmenn hans hafi rekið upp hátt ramakvein yfir því að hann skuli ekki fá sæti í ríkisstjórninni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að ákvörðun þingflokksins um að víkja Siv Friðleifsdóttur úr ríkisstjórn sé margra áratuga skref aftur á bak og brjóti í bága við stefnu Framsóknarflokksins. Það sé liðin tíð að fámenn karlaklíka geti stjórnað heilum stjórnmálaflokki. Sigrún hóf afskipti af stjórnmálum fyrir rúmum aldarfjórðungi. Hún var oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn í 16 ár og sat í rúma tvo áratugi í miðstjórn flokksins. Hún segir að fyrir aldarfjórðungi hafi hún sett jafnréttismál á oddinn. Hún segir að sér finnist miður, þó hún sitji nú á friðarstóli, að jafnréttisbaráttan hafi dottið niður á sama punkt og fyrir 25 árum. Hún segir að Framsóknarkonur vilji ekki hverfa aftur til fortíðar heldur vilji þær horfa fram á veginn. Það væri ástæðan fyrir því að hún tók þátt í því að mótmæla vinnubrögðum forystu þingflokksins. Sigrún segir að forysta Framsóknarflokksins verði að hafa lög og jafnréttisstefnu flokksins í heiðri, en þar segir að að minnsta kosti 40 prósent af hvoru kyni skuli skipa trúnaðarstöður á vegum flokksins. Sigrún verður frummælandi á stórfundi Framsóknarkvenna á miðvikudagskvöld og hún segir reiðina mikla á meðal Framsóknarkvenna. Hún segist ekki trúa því að sú ólga sem nú hafi komið upp á yfirborðið muni hjaðna fljótt. Sigrún segir þessi skref sýna að flokkurinn sé ekki að horfa til framtíðar, og ljóst að konur verði að taka upp fánann og halda áfram baráttunni. Samherjar Sivjar hafa verið ósparir að benda á að Siv komi úr stærsta kjördæminu og eigi því rétt á ráðherrastóli. Þegar litið er til fjölda atkvæða á bak við hvern Framsóknarþingmann má sjá að fjórir ráðherrar eru efstir á blaði. Valgerður Sverrisdóttir hefur flest ákvæði á bak við sig og Siv Friðleifsdóttir kemur næst á eftir henni. Jón Kristjánsson er sjöundi, en benda má á að hann leiddi áður Austurlandskjördæmi sem slegið var saman við Norðurland eystra. Sjötti ráðherrann er svo Árni Magnússon, jöfnunarþingmaður Framsóknar og reyndar 63. eða síðasti maður inn á þing. Sé litið á hlutfall atkvæða sem hver Framsóknarmaður hefur á bak við sig í kjördæmi sínu kemur í ljós að þar er Siv í fimmta sæti og oddviti Vestlendinga, Magnús Stefánsson er hlutfallslega með meira fylgi, án þess að stuðningsmenn hans hafi rekið upp hátt ramakvein yfir því að hann skuli ekki fá sæti í ríkisstjórninni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira