Árni verði áfram 19. ágúst 2004 00:01 Árni Magnússon á ekki að víkja úr ráðherrastóli 15. september næstkomandi segja Framsóknarmenn í Reykjavíkurkjördæmi - norður. Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis - suður sendi hins vegar frá sér ályktun í dag þar sem skorað er á flokksforystu Framsóknar að virða jafnréttisáætlun flokksins. Ólgan innan Framsóknarflokksins vegna yfirvofandi fækkunar í ráðherraliði flokksins heldur áfram. Í lok apríl síðastliðnum óskaði stjórn kjördæmisráðs framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi eftir fundi með Halldóri Ásgrímssyni, formanni Framsóknarflokksins, vegna málsins þar sem færa átti rök fyrir því að Siv Friðleifsdóttir yrði ekki látin víkja úr ráðherraliði flokksins 15. september. Formaðurinn hefur ekki enn svarað beiðninni þrátt fyrir að liðnir séu tæpir fjórir mánuðir. Fleiri aðildarfélög Framsóknarflokksins hafa látið í sér heyra upp á síðkastið þar sem lýst er yfir stuðningi við Siv, eða að minnsta kosti farið fram á að konum í ráðherraliði flokksins fækki ekki. Í morgun sendi stjórn Framsóknarfélagsins í Reykjavíkurkjördæmi - suður frá sér ályktun í þessa veru og á svipuðum nótum voru ályktun frá fulltrúaráði Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði í gær og heilsíðuauglýsing sem fjörutíu framsóknarkonur stóðu fyrir á þriðjudaginn. Framsóknarmenn í Reykjavíkurkjördæmi - norður segja hins vegar að það sé Árni Magnússon sem alls ekki megi víkja. Gestur Gestsson, formaður stjórnar Framsóknarfélagsins í Reykjavík - norður, segir að Árni sé búinn að standa sig vel og ætti því að halda áfram sem ráðherra. Á sama máli er Þorlákur Björnsson, formaður Kjördæmissambands flokksins í kjördæminu. Hann segir að ef það sé krafa framsóknarkvenna að Árni víki þá sé það ekki sanngjörn krafa því hann sé mjög hæfur stjórnmálamaður og hafi verið afskaplega duglegur frá því hann kom í félagsmálaráðuneytið. Aðspurður hver eigi þá að fara segist Þorlákur ekkert vilja segja um það en hann kveðst ekki vilja vera í sporum Halldórs Ásgrímssonar. Hægt er að hlusta á viðtal við Þorlák Björnsson, formann Kjördæmissambands Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi - norður, úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Fleiri fréttir Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Sjá meira
Árni Magnússon á ekki að víkja úr ráðherrastóli 15. september næstkomandi segja Framsóknarmenn í Reykjavíkurkjördæmi - norður. Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis - suður sendi hins vegar frá sér ályktun í dag þar sem skorað er á flokksforystu Framsóknar að virða jafnréttisáætlun flokksins. Ólgan innan Framsóknarflokksins vegna yfirvofandi fækkunar í ráðherraliði flokksins heldur áfram. Í lok apríl síðastliðnum óskaði stjórn kjördæmisráðs framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi eftir fundi með Halldóri Ásgrímssyni, formanni Framsóknarflokksins, vegna málsins þar sem færa átti rök fyrir því að Siv Friðleifsdóttir yrði ekki látin víkja úr ráðherraliði flokksins 15. september. Formaðurinn hefur ekki enn svarað beiðninni þrátt fyrir að liðnir séu tæpir fjórir mánuðir. Fleiri aðildarfélög Framsóknarflokksins hafa látið í sér heyra upp á síðkastið þar sem lýst er yfir stuðningi við Siv, eða að minnsta kosti farið fram á að konum í ráðherraliði flokksins fækki ekki. Í morgun sendi stjórn Framsóknarfélagsins í Reykjavíkurkjördæmi - suður frá sér ályktun í þessa veru og á svipuðum nótum voru ályktun frá fulltrúaráði Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði í gær og heilsíðuauglýsing sem fjörutíu framsóknarkonur stóðu fyrir á þriðjudaginn. Framsóknarmenn í Reykjavíkurkjördæmi - norður segja hins vegar að það sé Árni Magnússon sem alls ekki megi víkja. Gestur Gestsson, formaður stjórnar Framsóknarfélagsins í Reykjavík - norður, segir að Árni sé búinn að standa sig vel og ætti því að halda áfram sem ráðherra. Á sama máli er Þorlákur Björnsson, formaður Kjördæmissambands flokksins í kjördæminu. Hann segir að ef það sé krafa framsóknarkvenna að Árni víki þá sé það ekki sanngjörn krafa því hann sé mjög hæfur stjórnmálamaður og hafi verið afskaplega duglegur frá því hann kom í félagsmálaráðuneytið. Aðspurður hver eigi þá að fara segist Þorlákur ekkert vilja segja um það en hann kveðst ekki vilja vera í sporum Halldórs Ásgrímssonar. Hægt er að hlusta á viðtal við Þorlák Björnsson, formann Kjördæmissambands Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi - norður, úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Fleiri fréttir Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Sjá meira