Menning

Runnar svigna undan rauðum berjum

Eitt af því sem fylgir hinum rómantíska ágústmánuði er uppskera á ýmsum gjöfum móður jarðar. Nú svigna greinar runna í görðum undan rauðum og bleikum berjum og lautir og hlíðar skarta lyngi með bláum og svörtum. Sjaldan hefur sprettan verið meiri, né þroskaskilyrðin betri, slík er árgæskan í landinu. Ber sem við höfum aðallega lesið um í þýddum sögum, eins og stikilsber, sem reyndar hafa verið hluti af garðaflóru Íslands um tíma, hafa að þessu sinni náð fullum þroska. Slíkt er ekki algengt. Að sögn Auðar Gunnarsdóttur, garðyrkjufræðings í Grasagarðinum, eru til nokkur yrki af stikilsberjum sem gefa mismunandi lit ber, frá hvítum að rauðum. Hindber eru líka komin til að vera, einkum þó í garðskálum, en þó segir hún stöðugar kynbætur fara fram bæði á þeim og öðrum tegundum þannig að þær verði sífellt harðgerari, auk þess sem fræðafólk á þessu sviði sé sífellt duglegra að sækja efnivið sem henti við okkar aðstæður. Þar á meðal er blendingur af sólberjum og stikilsberjum sem hægt er orðið að kaupa í gróðrarstöðvum. Hún bendir á að auk berja eins og bláberja, jarðarberja, sólberja, rifsberja, stikilsberja og reyniberja séu aldin af rósarunnum góð í sultu. gun@frettabladid.is





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.