Lokaárás yfirvofandi 19. ágúst 2004 00:01 Lokaárás er yfirvofandi í Najaf í Írak þar sem harðlínuklerkurinn al-Sadr ögrar stjórnvöldum og neitar að gefast upp. Orrustuþotur og skriðdrekar láta sprengjum rigna í kringum Imam Ali moskuna þar sem al-Sadr heldur til. Allt stefnir í bál og brand í Najaf. Þrátt fyrir að Muqtada al-Sadr hafi í gær gengið að skilmálum yfirvalda og lofað að hverfa úr Imam Ali moskunni og láta menn sína leggja niður vopn, þrjóskast hann enn við og virðist raunar hafa skipt um skoðun. Yfirvöld segja nú þolinmæði sína brostna og Hazem Shaalan, varnarmálaráðherra Íraks, hét því fyrr í dag að ráðast á bækisstöðvar al-Sadrs í Najaf. Orrustuþotur og skriðdrekar hafa varpað sprengjum í nánd við moskuna og fréttamenn á vettvangi lýsa ástandinu svo að allt sé í rúst. Sprengjuregninu lauk eftir nokkrar stundir svo að hersveitir Íraka og Bandaríkjamanna virðist ekki ganga fram af mikilli hörku. Bardagarnir í Najaf hafa kostað hundruð lífið undanfarnar vikur og átt þátt í því að olíuverð hefur snarhækkað á heimsmarkaði. Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, gekk síðdegis ekki jafn langt og varnarmálaráðherra landsins sem sagði að einungis væru nokkrir tímar til stefnu. Allawi sagði að leysa þyrfti málið sem fyrst. Hann kvaðst þó ekki ætla að veita frekari frest eða viðvaranir og að samningaviðræður, sem talsmenn al-Sadrs hefðu lýst eftir, kæmu alls ekki til greina. Myndin sýnir sprengju varpað á hús í Najaf í dag þar sem talið er að fylgismenn al-Sadrs hafist við. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Lokaárás er yfirvofandi í Najaf í Írak þar sem harðlínuklerkurinn al-Sadr ögrar stjórnvöldum og neitar að gefast upp. Orrustuþotur og skriðdrekar láta sprengjum rigna í kringum Imam Ali moskuna þar sem al-Sadr heldur til. Allt stefnir í bál og brand í Najaf. Þrátt fyrir að Muqtada al-Sadr hafi í gær gengið að skilmálum yfirvalda og lofað að hverfa úr Imam Ali moskunni og láta menn sína leggja niður vopn, þrjóskast hann enn við og virðist raunar hafa skipt um skoðun. Yfirvöld segja nú þolinmæði sína brostna og Hazem Shaalan, varnarmálaráðherra Íraks, hét því fyrr í dag að ráðast á bækisstöðvar al-Sadrs í Najaf. Orrustuþotur og skriðdrekar hafa varpað sprengjum í nánd við moskuna og fréttamenn á vettvangi lýsa ástandinu svo að allt sé í rúst. Sprengjuregninu lauk eftir nokkrar stundir svo að hersveitir Íraka og Bandaríkjamanna virðist ekki ganga fram af mikilli hörku. Bardagarnir í Najaf hafa kostað hundruð lífið undanfarnar vikur og átt þátt í því að olíuverð hefur snarhækkað á heimsmarkaði. Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, gekk síðdegis ekki jafn langt og varnarmálaráðherra landsins sem sagði að einungis væru nokkrir tímar til stefnu. Allawi sagði að leysa þyrfti málið sem fyrst. Hann kvaðst þó ekki ætla að veita frekari frest eða viðvaranir og að samningaviðræður, sem talsmenn al-Sadrs hefðu lýst eftir, kæmu alls ekki til greina. Myndin sýnir sprengju varpað á hús í Najaf í dag þar sem talið er að fylgismenn al-Sadrs hafist við.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira