Innlent

Það versta sem ég hef lent í

"Maður bara brotnar niður þegar maður horfir á fyrirtækið sitt brenna," segir Vilhjálmur Stefánsson, sem er einn þriggja eigenda Bílaþjónustunnar sem var með starfsemi í Votmúla á Blönduósi. Vilhjálmur segir að tryggingar eigi að vera í góðu lagi. Hann sé hins vegar enn að jafna sig á þessu og því sé hann ekki farinn að huga að því hvort hann muni byggja fyrirtækið upp á ný, en það hóf starfsemi árið 1997. "Það er nánast allt ónýtt. Níutíu og níu prósent af lagernum er farinn og tveir bílar sem voru inni eru gjörónýtir. Það er í mesta lagi einhver verkfæri sem kannski er hægt að nota. Þetta er ferlegt. Þetta er það versta sem ég hef lent í . Slökkviliðsmennirnir unnu samt stórvirki hér og þeir eiga þakkir skyldar."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×