Kúgaðir í fangelsum 28. september 2004 00:01 Kynferðisglæpamenn hafa löngum verið fyrirlitnir af samföngum sínum, sem gjarnan ráðast á þá með fúkyrðum og jafnvel ofbeldi, að sögn Ara Björns Thorarensen, formanns Fangavarðafélags Íslands. Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, sendi fyrir skömmu bréf til fanga þar sem segir að tekið verði á einelti og þeir sem gerist sekir um slíkt megi búast við agaviðurlögum. Ari Björn segir eineltið helst vera í formi fúkyrða sem kölluð eru á eftir mönnum úti við og á fangelsisgöngunum, en hann viti þó um tilfelli þar sem ofbeldi hafi verið beitt. Einnig séu dæmi um að föngum sé boðið að kaupa sér vernd og peningar teknir þannig frá þeim. Valtýr sendi bréf til fanga í íslenskum fangelsum vegna ábendinga og kvartana frá föngum, aðstandendum og lögmönnum vegna eineltis og ofbeldis sem fangar sæta af öðrum föngum. Eineltið beinist mest gegn kynferðisbrotamönnum. Valtýr segir suma þeirra varla treysta sér út úr fangaklefunum og þeir nýti því ekki útivist og íþróttaaðstöðu. Því skjóti skökku við að á sama tíma og fangar beiti sér fyrir bættum aðbúnaði og geri kröfur um aukin réttindi séu fangar sem sýni samföngum sínum vanvirðingu og beiti þá jafnvel andlegu og líkamlegu ofbeldi. Hann segir stofnunina gera það sem hægt sé til að stöðva eineltið. "Það er óþolandi þegar einstaka fangar sem hafa kannski sjálfir gerst sekir um mjög alvarleg brot eru að setja sig á háan hest gagnvart tilteknum hópi fanga," segir Valtýr. Ari Björn segir fangaverði taka heils hugar undir með Valtý. Erfitt sé að eiga við einelti í fangelsum líkt og í skólum. Samstillt átak allra sem komi að málunum þurfi til að hlutirnir breytist. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Kynferðisglæpamenn hafa löngum verið fyrirlitnir af samföngum sínum, sem gjarnan ráðast á þá með fúkyrðum og jafnvel ofbeldi, að sögn Ara Björns Thorarensen, formanns Fangavarðafélags Íslands. Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, sendi fyrir skömmu bréf til fanga þar sem segir að tekið verði á einelti og þeir sem gerist sekir um slíkt megi búast við agaviðurlögum. Ari Björn segir eineltið helst vera í formi fúkyrða sem kölluð eru á eftir mönnum úti við og á fangelsisgöngunum, en hann viti þó um tilfelli þar sem ofbeldi hafi verið beitt. Einnig séu dæmi um að föngum sé boðið að kaupa sér vernd og peningar teknir þannig frá þeim. Valtýr sendi bréf til fanga í íslenskum fangelsum vegna ábendinga og kvartana frá föngum, aðstandendum og lögmönnum vegna eineltis og ofbeldis sem fangar sæta af öðrum föngum. Eineltið beinist mest gegn kynferðisbrotamönnum. Valtýr segir suma þeirra varla treysta sér út úr fangaklefunum og þeir nýti því ekki útivist og íþróttaaðstöðu. Því skjóti skökku við að á sama tíma og fangar beiti sér fyrir bættum aðbúnaði og geri kröfur um aukin réttindi séu fangar sem sýni samföngum sínum vanvirðingu og beiti þá jafnvel andlegu og líkamlegu ofbeldi. Hann segir stofnunina gera það sem hægt sé til að stöðva eineltið. "Það er óþolandi þegar einstaka fangar sem hafa kannski sjálfir gerst sekir um mjög alvarleg brot eru að setja sig á háan hest gagnvart tilteknum hópi fanga," segir Valtýr. Ari Björn segir fangaverði taka heils hugar undir með Valtý. Erfitt sé að eiga við einelti í fangelsum líkt og í skólum. Samstillt átak allra sem komi að málunum þurfi til að hlutirnir breytist.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira