Sveitastjórnarmenn í málið 28. september 2004 00:01 Kennarar telja að sveitarstjórnarmenn geri sér ekki alveg grein fyrir kröfum grunnskólakennara og skýli sér um of á bak við samninganefnd sveitarfélaganna. Þeir telja að sveitarstjórnarmenn gætu liðkað fyrir lausn verkfallsins. Nú er önnur vika verkfalls grunnskólakennara og engin lausn virðist í sjónmáli. Samninganefndir deilenda koma saman hjá ríkissáttasemjara á fimmtudag, en líkt og fyrir síðasta fund, sem var á fimmtudaginn í síðustu viku, virðist sem samninganefndirnar komi til fundarins án þess að hafa nokkuð nýtt í farteskinu. Kennarar vilja nú ná sambandi við sveitarstjórnarmenn. Félag grunnskólakennara og Skólastjórafélagið hafa óskað eftir fundi með sveitarstjórum nokkurra stærstu sveitarfélaga landsins á morgun til að ræða stöðuna og skýra sjónarmið aðila. Þá ætla kennarar í Varmárskóla og Lágafellsskóla í Mosfellsbæ að mæta með áskorun til bæjarstjóra Mosfellsbæjar í dag og kennarar í Kópavogi ætla að hittast við Gerðarsafn klukkan hálf fimm og ganga þaðan fylktu liði að bæjarskrifstofunum í Fannborg og vera á áheyrandapöllum bæjarstjórnarfundar. Rétt áður en fundurinn hefst á að afhenda forseta bæjarstjórnar áskorun. Sigurður Haukur Gíslason í Kennarabandalagi Kópavogs segist vilja að sveitastjórnarmenn setji sig betur inn í launamál kennara og reyni að flýta fyrir lausn deilunnar. Það sé upplifun kennara að sveitastjórnarmenn hafi ekki sett sig nægilega vel inn í samninga kennara. Hann segir að svo virðist sem sveitarstjórnir skýli sér um of á baki við samninganefnd sína. Það séu auðvitað sveitarfélögin sem beri ábyrgð á málinu og það yrði stórt skref ef sveitastjórnarmenn myndu beita sér í málinu. Sigurður Haukur segir kennara ekki vera að fara fram á 35% hækkun grunnlauna eins og sumir haldi. Deilan er núna í hnút, en hann heldur, eftir óformlegar viðræður við sveitarstjórnarmenn, að aukinn skilningur þeirra geti orðið til að leysa þann hnút. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Kennarar telja að sveitarstjórnarmenn geri sér ekki alveg grein fyrir kröfum grunnskólakennara og skýli sér um of á bak við samninganefnd sveitarfélaganna. Þeir telja að sveitarstjórnarmenn gætu liðkað fyrir lausn verkfallsins. Nú er önnur vika verkfalls grunnskólakennara og engin lausn virðist í sjónmáli. Samninganefndir deilenda koma saman hjá ríkissáttasemjara á fimmtudag, en líkt og fyrir síðasta fund, sem var á fimmtudaginn í síðustu viku, virðist sem samninganefndirnar komi til fundarins án þess að hafa nokkuð nýtt í farteskinu. Kennarar vilja nú ná sambandi við sveitarstjórnarmenn. Félag grunnskólakennara og Skólastjórafélagið hafa óskað eftir fundi með sveitarstjórum nokkurra stærstu sveitarfélaga landsins á morgun til að ræða stöðuna og skýra sjónarmið aðila. Þá ætla kennarar í Varmárskóla og Lágafellsskóla í Mosfellsbæ að mæta með áskorun til bæjarstjóra Mosfellsbæjar í dag og kennarar í Kópavogi ætla að hittast við Gerðarsafn klukkan hálf fimm og ganga þaðan fylktu liði að bæjarskrifstofunum í Fannborg og vera á áheyrandapöllum bæjarstjórnarfundar. Rétt áður en fundurinn hefst á að afhenda forseta bæjarstjórnar áskorun. Sigurður Haukur Gíslason í Kennarabandalagi Kópavogs segist vilja að sveitastjórnarmenn setji sig betur inn í launamál kennara og reyni að flýta fyrir lausn deilunnar. Það sé upplifun kennara að sveitastjórnarmenn hafi ekki sett sig nægilega vel inn í samninga kennara. Hann segir að svo virðist sem sveitarstjórnir skýli sér um of á baki við samninganefnd sína. Það séu auðvitað sveitarfélögin sem beri ábyrgð á málinu og það yrði stórt skref ef sveitastjórnarmenn myndu beita sér í málinu. Sigurður Haukur segir kennara ekki vera að fara fram á 35% hækkun grunnlauna eins og sumir haldi. Deilan er núna í hnút, en hann heldur, eftir óformlegar viðræður við sveitarstjórnarmenn, að aukinn skilningur þeirra geti orðið til að leysa þann hnút.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira