Reykbúr flutt vegna dópsala 15. desember 2004 00:01 Dópsalar hafa lagt snörur sínar fyrir sjúklinga á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss, með því að reyna að selja þeim fíkniefni. Dópsalarnir hafa nýtt sér reykingaskýli sem er við innganginn á byggingunni í þessum tilgangi. Þá hefur komið fyrir að utanaðkomandi fólk hefur fundist sofandi í skýlinu að morgni. Til að stemma stigu við þessu hefur verið ákveðið að flytja reykingaaðstöðina inn í bygginguna þar sem óviðkomandi hafa alls ekki aðgang að henni. Eydís Sveinbjarnardóttir sviðsstjóri á geðsviði LSH staðfesti aðspurð við Fréttablaðið að borið hefði á ofangreindum vandamálum. Hún sagði að þau heyrðu brátt sögunni til þegar aðstaðan yrði flutt. Stranglega yrði fylgst með að ekki færu aðrir inn í hana en þeir sem þar mættu vera. Hún sagði enn fremur, að stjórnendur á geðsviði hefðu lengi verið á móti því að reykingaaðstaðan væri við fyrstu aðkomu að byggingunni eins og verið hefði. Hún sagði það hins vegar ekki endilega markmið stjórnenda geðsviðsins að fólk hætti að reykja í meðferð. "Ef fólki líður illa andlega er það kannski ekki það fyrsta sem það hugsar um, að reyna að hætta að reykja," sagði Eydís. "Við höfum skapað reykaðstaða fyrir sjúklinga okkar. Hér á Hringbrautinni hefur það verið þetta glerbúr við innganginn, sem okkur hefur fundist miður skemmtilega staðsett, alveg við aðkomuna inn í húsið." Eydís sagði að nú ætti að nota tækifærið, þar sem veitt hefði verið fjármagn í fyrstu hæð byggingarinnar, og færa reykaðstöðuna in í horn á gangi, þannig að innangengt yrði í hana af öllum deildunum, sem væru fjórar talsins. Henni yrði lokað að öðru leyti þannig, að fólk sem væri fyrir utan gengi ekki beint inn í reykingabúrið heldur þyrfti að fara fram hjá öryggisvörðunum. "Þeir hafa átt erfitt með að fylgjast grannt með umgangi um húsið vegna þess að það er svo mikill umferð í og úr reykhúsinu," sagði Eydís. "En nú verður það flutt." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Lög og regla Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Dópsalar hafa lagt snörur sínar fyrir sjúklinga á geðsviði Landspítala háskólasjúkrahúss, með því að reyna að selja þeim fíkniefni. Dópsalarnir hafa nýtt sér reykingaskýli sem er við innganginn á byggingunni í þessum tilgangi. Þá hefur komið fyrir að utanaðkomandi fólk hefur fundist sofandi í skýlinu að morgni. Til að stemma stigu við þessu hefur verið ákveðið að flytja reykingaaðstöðina inn í bygginguna þar sem óviðkomandi hafa alls ekki aðgang að henni. Eydís Sveinbjarnardóttir sviðsstjóri á geðsviði LSH staðfesti aðspurð við Fréttablaðið að borið hefði á ofangreindum vandamálum. Hún sagði að þau heyrðu brátt sögunni til þegar aðstaðan yrði flutt. Stranglega yrði fylgst með að ekki færu aðrir inn í hana en þeir sem þar mættu vera. Hún sagði enn fremur, að stjórnendur á geðsviði hefðu lengi verið á móti því að reykingaaðstaðan væri við fyrstu aðkomu að byggingunni eins og verið hefði. Hún sagði það hins vegar ekki endilega markmið stjórnenda geðsviðsins að fólk hætti að reykja í meðferð. "Ef fólki líður illa andlega er það kannski ekki það fyrsta sem það hugsar um, að reyna að hætta að reykja," sagði Eydís. "Við höfum skapað reykaðstaða fyrir sjúklinga okkar. Hér á Hringbrautinni hefur það verið þetta glerbúr við innganginn, sem okkur hefur fundist miður skemmtilega staðsett, alveg við aðkomuna inn í húsið." Eydís sagði að nú ætti að nota tækifærið, þar sem veitt hefði verið fjármagn í fyrstu hæð byggingarinnar, og færa reykaðstöðuna in í horn á gangi, þannig að innangengt yrði í hana af öllum deildunum, sem væru fjórar talsins. Henni yrði lokað að öðru leyti þannig, að fólk sem væri fyrir utan gengi ekki beint inn í reykingabúrið heldur þyrfti að fara fram hjá öryggisvörðunum. "Þeir hafa átt erfitt með að fylgjast grannt með umgangi um húsið vegna þess að það er svo mikill umferð í og úr reykhúsinu," sagði Eydís. "En nú verður það flutt."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Lög og regla Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira