Landspítali sakaður um lögbrot 2. desember 2004 00:01 Lyfjafræðingafélag Íslands vill að Lyfjastofnun taki af hörku á ráðningu viðskiptafræðing í stöðu yfirmanns sjúkarhúsaapóteks á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Hafa forsvarsmenn félagsins sent stofnuninni bréf þessa efnis og farið fram á að hún krefjist þess að ráðinn verði lyfjafræðingur í starfið. "Við gerum ráð fyrir að Lyfjastofnun sinni skyldum sínum," sagði Ingunn Björnsdóttir framkvæmdastjóri Lyfjafræðingafélagsins. "Hún hefur sagt, að þetta sé ekki löglegt eins og það er og við gerum ráð fyrir að stofnunin fylgi því þá eftir af fullri hörku og sjái til þess að farið verði að lögum." Málið á sér langa forsögu, sem rakin er í bréfi Lyfjafræðingafélagsins til Lyfjastofnunar. Sviðsstjórastaða á lyfjasviði LSH var "veitt viðskiptafræðingi þann 1. apríl 2003 án auglýsingar," segir í bréfinu. Í mars á þessu ári höfðaði félagið mál gegn spítalanum til að fá viðurkenningu á því að LSH hefði brotið lög með því að ráða ekki lyfjafræðing í stöðu yfirmanns sjúkrahúsaapóteksins, "sem LSH kaus þá að kalla lyfjasvið," segir í bréfinu. Bréfaskriftir höfðu þá farið fram milli spítalans og Lyfjafræðingafélagsins. Þá hafði félagið leitað með málið til heilbrigðisráðuneytis, svo og til ríkissaksóknara. Því var bent á að það væri ekki réttur aðili til að reka mál af þessu tagi eða þá að ekki væru farnar réttar boðleiðir. Nýverið vísaði Héraðsdómur máli félagsins frá á þeim forsendum að það snérist um lögspurningu. Félagið hefur bent á að hagsmunir félagsmanna sinna, sem sótt hefðu um stöðu yfirmanns, hefði hún verið auglýst, hefðu verið verulegir. "Þá höfum við óneitanlega haft verulegar áhyggjur af öryggisþættinum, þar sem fagmennska þarf að vera í fyrirrúmi," sagði Ingunn. "Lyfjastofnun hefur úrræði til að fylgja málum af þessu tagi eftir og við gerum ráð fyrir að hún beiti þeim." Þorbjörg Kjartansdóttir staðgengill yfirmanns Lyfjastofnunar sagði að verið væri að fara yfir málið og ekkert yrði gefið út fyrr en að því loknu. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verður ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Lyfjafræðingafélag Íslands vill að Lyfjastofnun taki af hörku á ráðningu viðskiptafræðing í stöðu yfirmanns sjúkarhúsaapóteks á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Hafa forsvarsmenn félagsins sent stofnuninni bréf þessa efnis og farið fram á að hún krefjist þess að ráðinn verði lyfjafræðingur í starfið. "Við gerum ráð fyrir að Lyfjastofnun sinni skyldum sínum," sagði Ingunn Björnsdóttir framkvæmdastjóri Lyfjafræðingafélagsins. "Hún hefur sagt, að þetta sé ekki löglegt eins og það er og við gerum ráð fyrir að stofnunin fylgi því þá eftir af fullri hörku og sjái til þess að farið verði að lögum." Málið á sér langa forsögu, sem rakin er í bréfi Lyfjafræðingafélagsins til Lyfjastofnunar. Sviðsstjórastaða á lyfjasviði LSH var "veitt viðskiptafræðingi þann 1. apríl 2003 án auglýsingar," segir í bréfinu. Í mars á þessu ári höfðaði félagið mál gegn spítalanum til að fá viðurkenningu á því að LSH hefði brotið lög með því að ráða ekki lyfjafræðing í stöðu yfirmanns sjúkrahúsaapóteksins, "sem LSH kaus þá að kalla lyfjasvið," segir í bréfinu. Bréfaskriftir höfðu þá farið fram milli spítalans og Lyfjafræðingafélagsins. Þá hafði félagið leitað með málið til heilbrigðisráðuneytis, svo og til ríkissaksóknara. Því var bent á að það væri ekki réttur aðili til að reka mál af þessu tagi eða þá að ekki væru farnar réttar boðleiðir. Nýverið vísaði Héraðsdómur máli félagsins frá á þeim forsendum að það snérist um lögspurningu. Félagið hefur bent á að hagsmunir félagsmanna sinna, sem sótt hefðu um stöðu yfirmanns, hefði hún verið auglýst, hefðu verið verulegir. "Þá höfum við óneitanlega haft verulegar áhyggjur af öryggisþættinum, þar sem fagmennska þarf að vera í fyrirrúmi," sagði Ingunn. "Lyfjastofnun hefur úrræði til að fylgja málum af þessu tagi eftir og við gerum ráð fyrir að hún beiti þeim." Þorbjörg Kjartansdóttir staðgengill yfirmanns Lyfjastofnunar sagði að verið væri að fara yfir málið og ekkert yrði gefið út fyrr en að því loknu.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verður ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira