Innlent

Skoða lausn á námsmálum fatlaðra

Borgarstjórn Reykjavíkur og bæjarstjórn Akureyrar ætla að skoða hvort grundvöllur sé til að leysa vanda fjölskyldna fatlaðra barna. Það er í kjölfar frétta um samninga Kópavogs við Kennarasamband Íslands sem leiddi til undanþágu fyrir 13 kennara einhverfra barna í Digranesskóla. Þórólfur Árnason borgarstjóri segir að farið verði yfir stöðuna í verkfalli kennara í heild sinni á fundi nú í upphafi vikunnar. Undir það tekur Stefán Jón Hafstein, formaður Fræðsluráðs Reykjavíkur. Hann hafi ekki áður heyrt að undanþágur hafi strandað á launagreiðslum: "Sé slíkur flötur kominn upp þá verður það skoðað." Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, segir skilyrðislaust verða að skoða hvað sé á bak við samningana: "Ég geri ráð fyrir að skóladeildin hjá okkur fari yfir málið. Þessi veruleiki hefur því miður ekki verið uppi á borðum hingað til."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×