Innlent

Vatnið streymir til Eyja

Ferskt vatn tók að streyma til Vestmannaeyja á ný í kvöld þegar lokið var við bráðabirgðaviðgerð á annarri af tveimur vatnsleiðslum sem grafnar voru í sundur. Báðar ferskvatnsleiðslurnar ofan af landi til Vestmanneyja rofnuðu í gær. Grunur beinist að vinnu manna við dýpkun hafnarinnar en þar er notast við öflugan pramma til verksins. Kafarar voru sendir niður til að kanna málið eftir að í ljós kom að vatnsstreymi hafði rofnað. Ívar Atlason, tæknifræðingur Hitaveitu Suðurnesja í Vestmannaeyjum, segir ástand lagnananna hafa verið mjög slæmt. Þær voru niðurgrafnar og önnur lögnin var í sundur á fjögurra metra kafla. Sá bútur var fjarlægður og var bráðabirgðatenging sett á milli. Viðgerðin hefur gengið vel í dag og var vatn farið að streyma til Eyja á ný rétt fyrir fréttir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×