Styrkur að hafa Davíð með 16. september 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson segist ekki óttast að Davíð Oddsson og sjálfstæðismenn láti illa að stjórn þótt þeir víki nú úr stjórnarforystu. "Ég held að það sé stjórninni þvert á móti styrkur að hafa hann innanborðs", sagði Halldór þegar hann tók við lyklavöldum í forsætisráðuneytinu af Davíð síðdegis í gær. Halldór sagði að fyrsta verk sitt yrði að semja stefnuræðu ríkisstjórnarinnar en til þess þyrfti hann að hafa náið samráð við alla ráðherra. Forsætisráðherrann nýi sagði "ekkert liggja á nýju fjölmiðlafrumvarpi" nú öfugt við nýliðið sumar. Haldið yrði fast við að selja Símann, þótt hann vildi ekki fastsetja tímaramma að öðru leyti en því að segja að þetta væri spurning um "vikur eða mánuði". Halldór staðfesti að tekjuskattur yrði lækkaður um 4 prósentustig á kjörtímabilinu og byrjað á eins prósents lækkun um áramót. Hann sagði að lækkun eigna- og virðisaukaskatts og hækkun barnabóta yrðu forgangsmál enda bentu hagvaxtarspár til þess að svigrúm gæfist til þeirra. Halldór neitaði að skýra nánar frá. Halldór lagði áherslu á að varnarmálin væru meðal erfiðustu verkefna stjórnarinnar og sagði ekkert óeðlilegt þótt þau yrðu á hendi nýs utanríkisráðherra. Forsætisráðuneytið hefði farið með þau mál á meðan samskiptin hefðu verið beint við Bandaríkjaforseta. Davíð Oddsson útskýrði afskipti sín af því máli úr stjórnarráðinu með "sérstöku eðli forsætisráðherraembættisins" sem gæti haft afskipti af einstökum málum. "Það er hefð fyrir því í íslenskum stjórnmálum, að forsætisráðherrann geti blandað sér í nánast hvaða málefni sem er," sagði Davíð er hann lét af embætti forsætisráðherra eftir þrettán ára setu í stjórnarráðinu. Stj.mál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Halldór Ásgrímsson segist ekki óttast að Davíð Oddsson og sjálfstæðismenn láti illa að stjórn þótt þeir víki nú úr stjórnarforystu. "Ég held að það sé stjórninni þvert á móti styrkur að hafa hann innanborðs", sagði Halldór þegar hann tók við lyklavöldum í forsætisráðuneytinu af Davíð síðdegis í gær. Halldór sagði að fyrsta verk sitt yrði að semja stefnuræðu ríkisstjórnarinnar en til þess þyrfti hann að hafa náið samráð við alla ráðherra. Forsætisráðherrann nýi sagði "ekkert liggja á nýju fjölmiðlafrumvarpi" nú öfugt við nýliðið sumar. Haldið yrði fast við að selja Símann, þótt hann vildi ekki fastsetja tímaramma að öðru leyti en því að segja að þetta væri spurning um "vikur eða mánuði". Halldór staðfesti að tekjuskattur yrði lækkaður um 4 prósentustig á kjörtímabilinu og byrjað á eins prósents lækkun um áramót. Hann sagði að lækkun eigna- og virðisaukaskatts og hækkun barnabóta yrðu forgangsmál enda bentu hagvaxtarspár til þess að svigrúm gæfist til þeirra. Halldór neitaði að skýra nánar frá. Halldór lagði áherslu á að varnarmálin væru meðal erfiðustu verkefna stjórnarinnar og sagði ekkert óeðlilegt þótt þau yrðu á hendi nýs utanríkisráðherra. Forsætisráðuneytið hefði farið með þau mál á meðan samskiptin hefðu verið beint við Bandaríkjaforseta. Davíð Oddsson útskýrði afskipti sín af því máli úr stjórnarráðinu með "sérstöku eðli forsætisráðherraembættisins" sem gæti haft afskipti af einstökum málum. "Það er hefð fyrir því í íslenskum stjórnmálum, að forsætisráðherrann geti blandað sér í nánast hvaða málefni sem er," sagði Davíð er hann lét af embætti forsætisráðherra eftir þrettán ára setu í stjórnarráðinu.
Stj.mál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira