Innlent

Brennuvargur ófundinn

Enn er enginn grunaður um að hafa kveikt í atvinnuhúsnæðinu Votmúla á Blönduósi aðfaranótt þriðjudagsins 28. september. Ummerki á vettvangi benda engu að síður til þess að kveikt hafi verið í húsinu, en eldurinn kom upp í skilrúmi milli matvælaverksmiðjunnar Vilkó og pakkhúss kaupfélagsins. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að kveikt hafði verið í "kveikifimu efni" sem skvett hafði verið á veggi. Votmúli brann nánast til kaldra kola. Kristján Þorbjörnsson, yfirlögregluþjónn á Blönduósi, segir að rannsókn hafi engu skilað. "Allar vísbendingar hafa verið skoðaðar og leiðir raktar sem finnanlegar voru, en án árangurs," segir hann, en áréttar þó að málinu sé ekki lokið, enda hafi lögregla fullan hug á að upplýsa það. "Um leið og frekari vísbendingar berast verður málið tekið upp aftur. Því er haldið opnu, sem kallað er."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×